Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stuðningur við konur til að þróa viðskiptahugmyndir
Fréttir 13. janúar 2022

Stuðningur við konur til að þróa viðskiptahugmyndir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Háskóli Íslands og bandaríska sendiráðið á Íslandi leita að þátttakendum fyrir nýsköpunarhraðalinn Academy for Women Entrepreneurs (AWE), sem er sérstaklega ætlaður konum, og hefst 3. febrúar en lýkur með útskrift þann 6. maí.

Bæði einstaklingar og lið geta tekið þátt í hraðlinum og frestur til að skila inn umsókn um þátttöku rennur út 17. janúar. Nýsköpunarhraðallinn er þátttakendum að kostnaðarlausu og eru verðlaun veitt í lok hraðalsins.

Hraðallinn er nú haldinn í annað sinn en markmið hans er að styðja konur í að þróa viðskiptahugmyndir sínar og fyrirtæki og auka hlut þeirra innan frumkvöðla- og nýsköpunargeirans. Jafnframt er tilgangur hraðalsins að bjóða upp á fræðslu og efla tengslanet kvenna.

Netnámskeið og vinnulotur í streymi

Nýsköpunarhraðallinn saman­stendur af netnámskeiðinu Dreambuilder á vegum Thunder­bird School of Manage­ment við Ríkisháskólann í Arizona og þrettán vinnulotum sem Háskóli Íslands heldur utan um. Þar njóta þátttakendur meðal annars leiðsagnar reyndra kvenna í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi við uppbyggingu fyrirtækja, mynda ný tengsl og efla starfsþróun og starfshæfni. Lögð er rík áhersla á að konur alls staðar að af landinu og með fjölbreyttan bakgrunn og uppruna taki þátt. Fyrirkomulag hraðalsins er því með þeim hætti að flestar vinnulotur eru í streymi.

Verðlaun fyrir bestu viðskiptahugmyndina

Verðlaun eru veitt fyrir bestu viðskiptahugmyndina bæði í einstaklings- og teymisflokki:
1. sæti – 500.000 kr.
2. sæti – 300.000 kr. 
3. sæti – 200.000 kr.
Einnig eru veitt verðlaun fyrir „pitch“keppni að upphæð 200.000 krónur.

Á síðasta ári komust færri konur að en vildu og því hefur verið ákveðið að fjölga þátttakendum þannig að fulltrúar allt að 50 viðskiptahugmynda verða teknir inn að þessu sinni.

Skráning á awe.hi.is

Hægt er að skrá sig til þátttöku í hraðlinum á vef AWE, awe.hi.is. Þar er einnig að finna frekari upplýsingar um fyrirkomulag hraðalsins og upptaka af kynn­ingar­fundi sem fram fór í lok síðasta árs.

Skylt efni: nýsköpun

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.