Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stuðningur við konur til að þróa viðskiptahugmyndir
Fréttir 13. janúar 2022

Stuðningur við konur til að þróa viðskiptahugmyndir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Háskóli Íslands og bandaríska sendiráðið á Íslandi leita að þátttakendum fyrir nýsköpunarhraðalinn Academy for Women Entrepreneurs (AWE), sem er sérstaklega ætlaður konum, og hefst 3. febrúar en lýkur með útskrift þann 6. maí.

Bæði einstaklingar og lið geta tekið þátt í hraðlinum og frestur til að skila inn umsókn um þátttöku rennur út 17. janúar. Nýsköpunarhraðallinn er þátttakendum að kostnaðarlausu og eru verðlaun veitt í lok hraðalsins.

Hraðallinn er nú haldinn í annað sinn en markmið hans er að styðja konur í að þróa viðskiptahugmyndir sínar og fyrirtæki og auka hlut þeirra innan frumkvöðla- og nýsköpunargeirans. Jafnframt er tilgangur hraðalsins að bjóða upp á fræðslu og efla tengslanet kvenna.

Netnámskeið og vinnulotur í streymi

Nýsköpunarhraðallinn saman­stendur af netnámskeiðinu Dreambuilder á vegum Thunder­bird School of Manage­ment við Ríkisháskólann í Arizona og þrettán vinnulotum sem Háskóli Íslands heldur utan um. Þar njóta þátttakendur meðal annars leiðsagnar reyndra kvenna í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi við uppbyggingu fyrirtækja, mynda ný tengsl og efla starfsþróun og starfshæfni. Lögð er rík áhersla á að konur alls staðar að af landinu og með fjölbreyttan bakgrunn og uppruna taki þátt. Fyrirkomulag hraðalsins er því með þeim hætti að flestar vinnulotur eru í streymi.

Verðlaun fyrir bestu viðskiptahugmyndina

Verðlaun eru veitt fyrir bestu viðskiptahugmyndina bæði í einstaklings- og teymisflokki:
1. sæti – 500.000 kr.
2. sæti – 300.000 kr. 
3. sæti – 200.000 kr.
Einnig eru veitt verðlaun fyrir „pitch“keppni að upphæð 200.000 krónur.

Á síðasta ári komust færri konur að en vildu og því hefur verið ákveðið að fjölga þátttakendum þannig að fulltrúar allt að 50 viðskiptahugmynda verða teknir inn að þessu sinni.

Skráning á awe.hi.is

Hægt er að skrá sig til þátttöku í hraðlinum á vef AWE, awe.hi.is. Þar er einnig að finna frekari upplýsingar um fyrirkomulag hraðalsins og upptaka af kynn­ingar­fundi sem fram fór í lok síðasta árs.

Skylt efni: nýsköpun

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara