Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Stuðlagil á Jökuldal er fjölsóttasti ferðamannastaður Austurlands.
Stuðlagil á Jökuldal er fjölsóttasti ferðamannastaður Austurlands.
Mynd / Aðsend
Fréttir 20. maí 2025

Stuðlagil fékk hæsta styrkinn

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Alls hlutu 28 verkefni styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða en heildarupphæð til úthlutunar nam rúmum 553 milljónum króna.

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra úthlutaði styrkjunum á dögunum og hlaut verkefni til áframhaldandi uppbyggingar við Stuðlagil á Jökuldal hæsta styrkinn, eða um 90 milljónir. Stuðlagil er fjölsóttasti áfangastaður ferðamanna á Austurlandi og er markmið uppbyggingarinnar áframhaldandi náttúruvernd og bætt öryggi ferðamanna sem heimsækja Stuðlagil Grundarmegin.

Næsthæsti styrkurinn fer til uppbyggingar við Staðarbjargarvík við Hofsós, eða rúmar 62 milljónir, þar sem markmiðið er að bæta aðgengi ferðamanna að mikilli náttúrufegurð og jarðmyndunum.

Aukið öryggi og bætt aðstaða

Þriðji hæsti styrkurinn, að upphæð rúmra 36 milljóna, fór í verkefnið Fjarðabyggð Búðarárfoss í gerð malarstíga og dvalarsvæða. Auk þess verður lagður grunnur að næsta stigi framkvæmda með gerð verkteikninga og verklýsingar að pallastíg og útsýnispalli. Markmið verkefnisins er að auka öryggi og bæta aðstöðu fyrir göngufólk.

Í umfjöllun á vef atvinnuvegaráðuneytis kemur fram að verkefnin sem hlutu styrki snúi venju samkvæmt að fjölbreyttri uppbyggingu, meðal annars á sviði öryggismála, náttúruverndar og innviðauppbyggingar. Af þeim verkefnum sem fá styrk eru 26 af 28 verkefnum skilgreind á áfangastaðaáætlun innan síns svæðis sem eru unnar heima í héraði á forsendum heimafólks.

Fæstir erlendir ferðamenn á Austurlandi og Vestfjörðum

Í úthlutuninni að þessu sinni var lögð áhersla á minna sótt svæði og lengingu ferðatímabils. Gæðamat sjóðsins tók mið af þeirri áherslu. Af þeim 28 verkefnum sem hlutu styrk eru 10 á Austurlandi og 4 á Vestfjörðum en fæstir erlendir ferðamenn gista á þessum landsvæðum. Yfirlit um verkefnin 28 má finna í gegnum vef atvinnuvegaráðuneytisins.

Markmið Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða, stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna um landið og styðja við svæðisbundna þróun.

Skylt efni: Stuðlagil

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...