Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Stuðlagil á Jökuldal er fjölsóttasti ferðamannastaður Austurlands.
Stuðlagil á Jökuldal er fjölsóttasti ferðamannastaður Austurlands.
Mynd / Aðsend
Fréttir 20. maí 2025

Stuðlagil fékk hæsta styrkinn

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Alls hlutu 28 verkefni styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða en heildarupphæð til úthlutunar nam rúmum 553 milljónum króna.

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra úthlutaði styrkjunum á dögunum og hlaut verkefni til áframhaldandi uppbyggingar við Stuðlagil á Jökuldal hæsta styrkinn, eða um 90 milljónir. Stuðlagil er fjölsóttasti áfangastaður ferðamanna á Austurlandi og er markmið uppbyggingarinnar áframhaldandi náttúruvernd og bætt öryggi ferðamanna sem heimsækja Stuðlagil Grundarmegin.

Næsthæsti styrkurinn fer til uppbyggingar við Staðarbjargarvík við Hofsós, eða rúmar 62 milljónir, þar sem markmiðið er að bæta aðgengi ferðamanna að mikilli náttúrufegurð og jarðmyndunum.

Aukið öryggi og bætt aðstaða

Þriðji hæsti styrkurinn, að upphæð rúmra 36 milljóna, fór í verkefnið Fjarðabyggð Búðarárfoss í gerð malarstíga og dvalarsvæða. Auk þess verður lagður grunnur að næsta stigi framkvæmda með gerð verkteikninga og verklýsingar að pallastíg og útsýnispalli. Markmið verkefnisins er að auka öryggi og bæta aðstöðu fyrir göngufólk.

Í umfjöllun á vef atvinnuvegaráðuneytis kemur fram að verkefnin sem hlutu styrki snúi venju samkvæmt að fjölbreyttri uppbyggingu, meðal annars á sviði öryggismála, náttúruverndar og innviðauppbyggingar. Af þeim verkefnum sem fá styrk eru 26 af 28 verkefnum skilgreind á áfangastaðaáætlun innan síns svæðis sem eru unnar heima í héraði á forsendum heimafólks.

Fæstir erlendir ferðamenn á Austurlandi og Vestfjörðum

Í úthlutuninni að þessu sinni var lögð áhersla á minna sótt svæði og lengingu ferðatímabils. Gæðamat sjóðsins tók mið af þeirri áherslu. Af þeim 28 verkefnum sem hlutu styrk eru 10 á Austurlandi og 4 á Vestfjörðum en fæstir erlendir ferðamenn gista á þessum landsvæðum. Yfirlit um verkefnin 28 má finna í gegnum vef atvinnuvegaráðuneytisins.

Markmið Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða, stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna um landið og styðja við svæðisbundna þróun.

Skylt efni: Stuðlagil

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...