Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum.
Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum.
Mynd / Hafrannsóknastofnun
Fréttir 31. maí 2021

Stofnvísitala þorsks hefur lækkað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýrri skýrslu Hafrann­sókna­stofnunar er gerð grein fyrir framkvæmd og helstu niður­stöðum stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum sem fram fór dagana 1.–23. mars 2021. Niður­stöður eru bornar saman við fyrri ár, en verkefnið hefur verið fram­kvæmt með sambærilegum hætti ár hvert frá 1985.

Stofnvísitala þorsks hefur lækkað frá hámarki áranna 2015–2017 og er nú svipuð og árin 2018–2019. Vísitala ýsu hefur farið hækkandi frá árinu 2016 en vísitala ufsa hefur lækkað frá 2018 og er nú nálægt meðaltali rannsóknatímans. Vísitölur gullkarfa, lítilla karfa og löngu eru háar miðað við síðustu þrjá áratugi, en vísitala löngu er þó lækkandi líkt og vísitala skötusels. Vísitölur steinbíts og lýsu eru hækkandi og eru nú nálægt meðaltali tímabilsins. Stofnar hlýra og tindaskötu eru nálægt sögulegu lágmarki. Vísitala grásleppu mældist í ár sú hæsta frá 1985.

2020 árgangur þorsks yfir meðalstærð

Fyrsta mæling á 2020 árgangi þorsks bendir til að hann sé yfir meðalstærð. Sama má segja um árgang 2019, en árgangar þorsks frá 2017 og 2018 mælast hins vegar undir eða nálægt meðallagi í fjölda. Árgangar ýsu frá 2019 og 2020 mælast mjög stórir; stærstu árgangar ýsu frá árinu 2004 ef miðað er við mælingar á 1 og 2 ára fiski. Árgangur ýsu frá 2018 er lélegur en árgangurinn frá 2017 mælist yfir meðallagi.

Magn ýmissa suðlægra tegunda sem lítið eru nýttar hefur aukist, en á sama tíma hafa ýmsar kaldsjávartegundir gefið eftir á landgrunninu fyrir norðan.

Meðalþyngd 1, 2 og 4 ára þorsks mældist undir meðaltali áranna 1985–2021, en meðalþyngd annarra aldurshópa var um eða yfir meðaltali. Undanfarinn áratug hefur meðalþyngd þorsks yngri en 5 ára oftast verið undir meðaltali tímabilsins, en meðalþyngd þorsks eldri en 5 ára hefur verið yfir meðaltali. Meðalþyngd ýsu eftir aldri hefur verið há undanfarin ár og mældist nú yfir meðaltali hjá öllum aldurshópum nema 1 og 2 ára.

Mikið af loðnu á grunnslóð

Loðna var helsta fæða þorsks, ýsu og ufsa eins og ávallt á þessum árstíma. Mikið var af loðnu í mögum flestra lengdarflokka þessara tegunda á grunnslóð allt í kringum landið. Þorskur er yfirleitt innan við 1% af fæðu 40–110 sentímetra þorsks í marsmánuði, í ár 0,3%.
Útbreiðsla ýmissa nytjafiska hefur breyst á tímabilinu, til dæmis ýsu og skötusels þar sem þungamiðja útbreiðslunnar færðist vestur og norður fyrir land upp úr aldamótum. Ýsa fékkst nú í svipuðu magni allt í kringum landið. Stofnmælingar síðustu ára benda til að útbreiðsla skötusels sé aftur farin að líkjast því sem var fyrir aldamót þegar stofninn var lítill og bundinn við sunnanvert landið.

Magn suðlægra tegunda aukist

Magn ýmissa suðlægra tegunda sem lítið eru nýttar, svo sem svartgómu, loðháfs, litlu brosmu og trjónuhala hefur aukist, en á sama tíma hafa ýmsar kaldsjávartegundir gefið eftir á landgrunninu fyrir norðan. Hitastig sjávar við botn mældist að meðaltali hátt líkt og undanfarin ár.
Í ár fékkst tegundin brislingur í fyrsta skipti í marsralli en tegundin fannst fyrst á Íslandsmiðum árið 2017. Alls fengust rúmlega 300 brislingar á 13 stöðvum á grunnslóð við sunnan- og vestanvert landið frá Meðallandsbug til Patreksfjarðarflóa.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...