Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á framkvæmdasvæði kornþurrkstöðvarinnar í Eyjafirði á þriðjudaginn.
Á framkvæmdasvæði kornþurrkstöðvarinnar í Eyjafirði á þriðjudaginn.
Mynd / Sigurgeir Sigurgeirsson
Fréttir 19. ágúst 2024

Steypuvinna hafin við kornþurrkstöð

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í vikunni var lokið við að steypa gólfplötuna undir kornþurrkstöðina sem eyfirskir bændur eru að byggja við Ytra-Laugaland.

Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi á Klauf í Eyjafjarðarsveit, segir verkið vera nánast á áætlun. Byggingarefnið, sem sé forsniðið límtré og yleiningar tafðist aðeins, en eigi að skila sér á næstu tveimur vikum. Það komi ekki að sök, því þá gefist færi á að koma vélbúnaðinum fyrir sem berist á næstu dögum. Ef allt gengur eftir gerir Hermann ráð fyrir að hægt verði að ræsa búnaðinn í lok september. Það sé í tæka tíð fyrir þreskingu, sem tefst vegna kulda í vor.

„Það eru helvíti öflugir menn og konur með okkur og við vinnum hérna dag og nótt og erum í heyskap í dauða tímanum þar á milli,“ segir Hermann, en stærstur hluti verksins sé unninn af bændunum sem eiga kornþurrkstöðina. Vinir og ættingjar séu kallaðir til og segir Hermann að þetta sé félagslegt verkefni eins og tíðkaðist áður. „Ég myndi segja að þetta séu fimmtán manns sem eru í reglulegri vinnu. Svo hefur þetta farið upp í töluvert fleiri á góðum dögum, þannig að það er oft hasar.“

Það sem liggi fyrir á allra næstu dögum á meðan beðið sé eftir frekari aðföngum séu ýmis minni verk í kringum húsið, eins og að leggja dren, keyra möl og jafna plön. Norðurorka sé jafnframt að vinna við að tengja afkastamikla heitavatnslögn til og frá stöðinni. Þá eigi eftir að steypa undirstöður fyrir þurrkarann, sem verður að hluta til utan við bygginguna.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f