Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík.
Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík.
Mynd / Hkr.
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti hluthafi mjólkurvinnslunnar á Bolungarvík.

Eiríkur Ársælsson.

Eiríkur Ársælsson, sjóðstjóri hjá Stefni, segir mikil tækifæri á mjólkurmarkaði og hann sé sífellt að þróast.

„Örnu hefur tekist að byggja upp ótrúlega öflugt fyrirtæki í Bolungarvík sem er leiðandi í mjólkurvörum með tilliti til gæða og viðskiptaþróunar. Arna er að keppa á erfiðum markaði þegar kemur að samkeppni og inngönguskilyrði á markaðnum eru há þegar litið er til dæmis til framleiðslubúnaðar og þekkingar. Hálfdán Óskarsson, stofnandi Örnu, hefur unnið mikið frumkvöðlastarf til að koma fyrirtækinu á fót.“

Á hvaða stað þurfa íslensk landbúnaðar- og matvælafyrirtæki að vera til að fjárfestar sjái þau sem vænlegan fjárfestingakost?

„Þumalputtareglan í þeim sjóðum sem við stýrum hefur verið að fjárfesta í fyrirtækjum sem hafa rekstrarlíkan sem er komin góð reynsla á og reksturinn stendur undir sér. Ef félögin eru komin á þann stað eru vaxtarmöguleikar geirans og félaganna skoðaðir og á sama tíma skoðum við hvernig við getum aðstoðað fyrirtækin við að leysa krafta sína úr læðingi. Það eru mikil tækifæri á mjólkurmarkaði og hann sífellt að þróast. Einnig hafa íslenskir skyrframleiðendur verið að leita út fyrir landsteinana, bæði með íslenska framleiðslu og framleiðslu erlendis á íslensku skyri og hefur Arna til dæmis verið að flytja skyr út til Frakklands.“

Hvaða möguleika sjáið þið á næstu árum í þessum geira?

„Það er ljóst að það hafa verið mjög örar breytingar í geiranum með tilliti til þess sem endar í körfum neytenda. Það hefur verið ákall frá neytendum um laktósafríar vörur, hollari vörur og hafravörur og svo mætti lengi telja. Það þurfa því allir að vera á tánum því vörukarfan er sífellt að breytast og Arna er leiðandi í þeirri þróun. Við munum halda áfram á þessari braut hjá Örnu.“

Hvar liggja vaxtartækifærin hjá landbúnaðar- og matvæla- fyrirtækjum að ykkar mati?

„Í eignasafninu hjá okkur eru fjárfestingar sem tengjast matvælum með beinum eða óbeinum hætti. Við eigum til dæmis eignarhlut í GOOD GOOD sem framleiðir sultur, súkkulaðismyrjur og hnetusmjör og er dreift í þúsundir búða í Bandaríkjunum. Einnig erum við fjárfestar í VAXA Technologies, sem er örþörungaframleiðandi á Hellisheiði og Þorlákshöfn, en örþörungarnir eru svo nýttir til að framleiða náttúrulegt blátt litarefni sem notað er í matvæli.

Við höfum einnig fjárfest í þeim hluta virðiskeðjunnar sem flytur matvæli. Við erum stærstu hluthafarnir í Rotovia sem er alþjóðlegt framleiðslufyrirtæki með höfuðstöðvar á Dalvík. Dótturfélög Rotoviu eru til dæmis Sæplast sem framleiðir plastker fyrir sjávarfang og Tempra sem framleiðir frauðplastkassa sem nýttir eru til flutninga á eldisfiski og hvítfiski.“

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f