Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Starfshópur um stofnun þjóðgarðs
Mynd / Bill Dennen
Fréttir 9. september 2024

Starfshópur um stofnun þjóðgarðs

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Drífa Hjartardóttir hefur verið skipuð formaður starfshóps sem á að undirbúa og meta kosti þess að stofna þjóðgarð í Þórsmörk og nágrenni.

Drífa er bóndi á Keldum á Rangárvöllum og fyrrverandi alþingismaður. Með henni í hópnum eru þeir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangár-þings eystra og Rafn Bergsson, nautgripabóndi á Stóru-Hildisey og sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi eystra. Með hópnum mun starfa sérfræðingur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.

Drífa Hjartardóttir.

„Óskin kom frá sveitarfélaginu á hvern hátt væri hægt að styrkja samkeppnisstöðu svæðisins til búsetu, svo sem áfangastað ferðafólks með stofnun þjóðgarðs á svæðinu og stuðla að fjármögnun á innviðauppbyggingu á svæðinu til að mæta auknum straumi ferðafólks á svæðinu. Hlutverk okkar er að undirbúa og meta kosti þess að stofna þjóðgarð á Þórsmerkursvæðinu, með tilliti til áhrifa á samfélag, þróun ferðaþjónustu á svæðinu, umhverfi og efnahag. Við erum byrjuð að funda og á næstunni munum við funda með öllum sem hugsanlega geta komið að og hafa skoðun á verkefninu,“ segir Drífa.

Hún gerir ráð fyrir að skiptar skoðanir séu um málið. „Ég tel að margir hafi haldið að Þórsmörk væri þjóðgarður. Við munum reyna að skila áfangaskýrslu um miðjan nóvember.“

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...