Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Starfshópur um stofnun þjóðgarðs
Mynd / Bill Dennen
Fréttir 9. september 2024

Starfshópur um stofnun þjóðgarðs

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Drífa Hjartardóttir hefur verið skipuð formaður starfshóps sem á að undirbúa og meta kosti þess að stofna þjóðgarð í Þórsmörk og nágrenni.

Drífa er bóndi á Keldum á Rangárvöllum og fyrrverandi alþingismaður. Með henni í hópnum eru þeir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangár-þings eystra og Rafn Bergsson, nautgripabóndi á Stóru-Hildisey og sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi eystra. Með hópnum mun starfa sérfræðingur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.

Drífa Hjartardóttir.

„Óskin kom frá sveitarfélaginu á hvern hátt væri hægt að styrkja samkeppnisstöðu svæðisins til búsetu, svo sem áfangastað ferðafólks með stofnun þjóðgarðs á svæðinu og stuðla að fjármögnun á innviðauppbyggingu á svæðinu til að mæta auknum straumi ferðafólks á svæðinu. Hlutverk okkar er að undirbúa og meta kosti þess að stofna þjóðgarð á Þórsmerkursvæðinu, með tilliti til áhrifa á samfélag, þróun ferðaþjónustu á svæðinu, umhverfi og efnahag. Við erum byrjuð að funda og á næstunni munum við funda með öllum sem hugsanlega geta komið að og hafa skoðun á verkefninu,“ segir Drífa.

Hún gerir ráð fyrir að skiptar skoðanir séu um málið. „Ég tel að margir hafi haldið að Þórsmörk væri þjóðgarður. Við munum reyna að skila áfangaskýrslu um miðjan nóvember.“

Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...