Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Starfshópur um stofnun þjóðgarðs
Mynd / Bill Dennen
Fréttir 9. september 2024

Starfshópur um stofnun þjóðgarðs

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Drífa Hjartardóttir hefur verið skipuð formaður starfshóps sem á að undirbúa og meta kosti þess að stofna þjóðgarð í Þórsmörk og nágrenni.

Drífa er bóndi á Keldum á Rangárvöllum og fyrrverandi alþingismaður. Með henni í hópnum eru þeir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangár-þings eystra og Rafn Bergsson, nautgripabóndi á Stóru-Hildisey og sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi eystra. Með hópnum mun starfa sérfræðingur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.

Drífa Hjartardóttir.

„Óskin kom frá sveitarfélaginu á hvern hátt væri hægt að styrkja samkeppnisstöðu svæðisins til búsetu, svo sem áfangastað ferðafólks með stofnun þjóðgarðs á svæðinu og stuðla að fjármögnun á innviðauppbyggingu á svæðinu til að mæta auknum straumi ferðafólks á svæðinu. Hlutverk okkar er að undirbúa og meta kosti þess að stofna þjóðgarð á Þórsmerkursvæðinu, með tilliti til áhrifa á samfélag, þróun ferðaþjónustu á svæðinu, umhverfi og efnahag. Við erum byrjuð að funda og á næstunni munum við funda með öllum sem hugsanlega geta komið að og hafa skoðun á verkefninu,“ segir Drífa.

Hún gerir ráð fyrir að skiptar skoðanir séu um málið. „Ég tel að margir hafi haldið að Þórsmörk væri þjóðgarður. Við munum reyna að skila áfangaskýrslu um miðjan nóvember.“

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...