Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Höfundur: Þröstur Helgason

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæla fyrir frumvarpi á Alþingi sem er ætlað að styrkja umgjörð ofanflóðavarna og sporna gegn dvöl fólks utan leyfilegs nýtingartíma í húseignum á hættusvæðum.

„Það er óþolandi og óboðlegt að fólk setji sjálft sig og viðbragðsaðila í hættu með slíkri hegðun, og við þessu þarf að bregðast,” segir ráðherra í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Framkvæmdir eru nú í gangi víða um land vegna ofanflóðavarna og verður sumarið nýtt vel til uppbyggingar varnarmannvirkja. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er gert ráð fyrir 900 milljón kr. aukningu til málaflokksins í þeim tilgangi að hraða brýnustu verkefnum og framkvæmt verður fyrir tæplega 4 milljarða kr. á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir eru langt komnar og hefur verið lokið við að reisa um 70% þeirra varna sem nauðsynlegar eru til að verja íbúðarhús á fimmtán þéttbýlisstöðum víða um land.

Á Bíldudal var nýlega boðinn út lokaáfangi í uppbyggingu varna fyrir byggðina sem felst í uppbyggingu á bröttum varnargörðum ofan byggðar, vestan Búðargils. Miðað er við að þeim framkvæmdum ljúki árið 2028.

Á Patreksfirði verður unnið að því að ljúka við gerð bráðavarna í og við Stekkjagil. Bráðavarnirnar eru hluti af lokavörnum fyrir byggðina við gilið og er ætlað að draga úr hættu vegna krapaflóða í næstu húsum við farveginn. Á Patreksfirði stendur jafnframt til að ljúka við frágang varna ofan hafnar (Hóla, Mýra og Urðargötu).

Unnið er að endurbótum á varnargörðum á Flateyri, sem felast í því að reisa þrjár raðir af bröttum varnarkeilum ofan núverandi leiðigarða, svo koma megi í veg fyrir að flóð berist yfir garðana, eins og raunin varð í janúar 2020. Jafnframt verður hafnarsvæðið varið, þar sem garðarnir auka hættu á því svæði.

Stefnt er að því að vinna lagfæringar á farvegi krapaflóða eftir Bæjargili í Ólafsvík á Snæfellsnesi í sumar. Þá eru framkvæmdir við snjóflóðavarnargarða undir Bjólfi á Seyðisfirði á lokastigi og gert ráð fyrir að verkframkvæmdum ljúki þar að mestu á næsta ári.

Í Neskaupsstað er unnið að byggingu garða og keilna undir Nes- og Bakkagiljum auk þess sem endurbætur eru að hefjast á stoðvirkjum í upptakasvæði Drangagils. Með þessum framkvæmdum verður uppbyggingu varna ofan byggðar í Neskaupstað að mestu lokið.

Skylt efni: ofanflóð

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu
Fréttir 14. júlí 2025

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu

Landsáætlun stjórnvalda og bænda um útrýmingu á sauðfjárriðu var nýlega endurútg...