Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Höfundur: Þröstur Helgason

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæla fyrir frumvarpi á Alþingi sem er ætlað að styrkja umgjörð ofanflóðavarna og sporna gegn dvöl fólks utan leyfilegs nýtingartíma í húseignum á hættusvæðum.

„Það er óþolandi og óboðlegt að fólk setji sjálft sig og viðbragðsaðila í hættu með slíkri hegðun, og við þessu þarf að bregðast,” segir ráðherra í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Framkvæmdir eru nú í gangi víða um land vegna ofanflóðavarna og verður sumarið nýtt vel til uppbyggingar varnarmannvirkja. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er gert ráð fyrir 900 milljón kr. aukningu til málaflokksins í þeim tilgangi að hraða brýnustu verkefnum og framkvæmt verður fyrir tæplega 4 milljarða kr. á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir eru langt komnar og hefur verið lokið við að reisa um 70% þeirra varna sem nauðsynlegar eru til að verja íbúðarhús á fimmtán þéttbýlisstöðum víða um land.

Á Bíldudal var nýlega boðinn út lokaáfangi í uppbyggingu varna fyrir byggðina sem felst í uppbyggingu á bröttum varnargörðum ofan byggðar, vestan Búðargils. Miðað er við að þeim framkvæmdum ljúki árið 2028.

Á Patreksfirði verður unnið að því að ljúka við gerð bráðavarna í og við Stekkjagil. Bráðavarnirnar eru hluti af lokavörnum fyrir byggðina við gilið og er ætlað að draga úr hættu vegna krapaflóða í næstu húsum við farveginn. Á Patreksfirði stendur jafnframt til að ljúka við frágang varna ofan hafnar (Hóla, Mýra og Urðargötu).

Unnið er að endurbótum á varnargörðum á Flateyri, sem felast í því að reisa þrjár raðir af bröttum varnarkeilum ofan núverandi leiðigarða, svo koma megi í veg fyrir að flóð berist yfir garðana, eins og raunin varð í janúar 2020. Jafnframt verður hafnarsvæðið varið, þar sem garðarnir auka hættu á því svæði.

Stefnt er að því að vinna lagfæringar á farvegi krapaflóða eftir Bæjargili í Ólafsvík á Snæfellsnesi í sumar. Þá eru framkvæmdir við snjóflóðavarnargarða undir Bjólfi á Seyðisfirði á lokastigi og gert ráð fyrir að verkframkvæmdum ljúki þar að mestu á næsta ári.

Í Neskaupsstað er unnið að byggingu garða og keilna undir Nes- og Bakkagiljum auk þess sem endurbætur eru að hefjast á stoðvirkjum í upptakasvæði Drangagils. Með þessum framkvæmdum verður uppbyggingu varna ofan byggðar í Neskaupstað að mestu lokið.

Skylt efni: ofanflóð

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...