Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Eimur hlaut 3,3 m.kr. styrk úr Lóusjóði vegna nýtingar glatvarma til sniglaræktunar sem gæti verið möguleg hliðarbúgrein matvælaframleiðslu hjá bændum.
Eimur hlaut 3,3 m.kr. styrk úr Lóusjóði vegna nýtingar glatvarma til sniglaræktunar sem gæti verið möguleg hliðarbúgrein matvælaframleiðslu hjá bændum.
Fréttir 27. júní 2025

Sniglarækt möguleg hliðarbúgrein bænda

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Úthlutað hefur verið Lóu – styrkjum til nýsköpunarverkefna á landsbyggðinni 2025.

Í fregn frá ráðuneyti menningar, nýsköpunar og háskóla kemur fram að í ár hafi 21 verkefni hlotið styrk fyrir alls um 100 milljónir króna. Áherslan í ár var á verkefni sem fela í sér hagnýtingu stafrænna lausna, þróun og nýtingu tæknilausna í heilbrigðismálum og verkefni sem stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda eða afurða á nýskapandi hátt.

Hæstu styrkupphæð hlaut Cannarctica ehf. á Vestfjörðum, 7,5 m.kr., til að bæta skilvirkni og sjálfbærni í ræktunarlýsingu með þróun vatnskældra LEDræktunarljósa. Kerfið er sagt nýta varmaorku frá ljósunum til upphitunar eða orkuframleiðslu, sem dragi úr orkunotkun og auki endingartíma þeirra. Gervigreind stýri einnig ræktunarskilyrðum og orkunýtingu, sem stuðli að hámarksafköstum og lágmarks sóun.

Frumgerð af alíslensku húsi

Tandraorka á Austurlandi fékk 6 m.kr. til að nýta grisjunarvið til lífkolunar á Eskifirði. Framleiðslan skili kolefnishlutlausri steypu, lífrænum jarðvegsbæti, viðarolíu og varma. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, bæta nýtingu skógarafurða og skapa sjálfbærar lausnir fyrir iðnað og landbúnað. Meðal annarra verkefna sem hlutu styrk eru Eimur, 3,3 m.kr., til að stuðla að nýtingu glatvarma til sniglaræktunar. Felst það verkefni í að kynna sniglarækt sem sjálfbæra hliðarbúgrein fyrir bændur, byggða á nýtingu glatvarma úr jarðhitavatni. Um er að ræða fræðsluherferð með áherslu á að skapa verðmæti úr vannýttum auðlindum, bæta nýtingu hliðarstrauma og efla atvinnulíf með nýsköpun í matvælaframleiðslu.

Þá hlaut Alor ehf. 5,3 m.kr. styrk til að þróa straumlínulagað matskerfi sem metur hagkvæmni þess að bændur framleiði eigin orku og geymi hana á rafhlöðum, þ.m.t. með sólarsellum og vindorku. Livefood ehf. hlaut 5,5 m.kr. styrk til að þróa grænkera-mygluosta úr kartöflum þar sem jarðvarmi nýtist sem orkugjafi. Skógarafurðir ehf. á Fljótsdalshéraði fengu 4,7 m.kr. styrk til að hanna frumgerð af alíslensku, grænu einbýlishúsi fyrir nýjan byggðakjarna í Fljótsdal, með lágt kolefnisspor, þar sem efnisval ræðst af hráefni svæðisins og hringrásarhagkerfinu. Þá hlaut fyrirtækið GG2023 ehf. 3,6 m.kr. til að bæta nýtingu glatvarma og landbúnaðarlands til að stuðla að fæðu- og matvælaöryggi.

Níutíu og sjö umsóknir

Hlutverk Lóunnar er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni á forsendum svæðanna sjálfra. Styrkjum er úthlutað til árs í senn, hvert verkefni getur hlotið að hámarki 20% af heildarúthlutun hvers árs. Mótframlag frá umsækjanda þarf að lágmarki að vera 30%.

Í ár bárust 97 umsóknir í sjóðinn og er þetta í fimmta skipti sem veitt er úr sjóðnum. Ný matsnefnd hóf störf í ár og í henni sátu Guðmundur Rafn Gíslason, Rannveig Björnsdóttir og Sigyn Jónsdóttir.

Skylt efni: sniglarækt

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...