Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Snæfellsnes verður vistvangur UNESCO
Fréttir 13. október 2025

Snæfellsnes verður vistvangur UNESCO

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Snæfellsnes verður fyrsti vistvangur UNESCO ( Biosphere Reserve) á Íslandi. Í tilkynningu á vef Grundarfjarðarbæjar segir að vistvangur nýti náttúru- og félagsvísindi sem grunn til að auka lífsgæði íbúa og stuðla að sjálfbærri þróun, með farsælu samspili umhverfis, mannlífs og menningar.

Á Snæfellsnesi er Snæfellsjökulsþjóðgarður, sem stofnaður var 2001. Landsvæði þjóðgarðsins verður kjarnasvæði fyrir nýja vistvanginn á Snæfellsnesi og verða þjóðgarðurinn og Svæðisgarðurinn Snæfellsnes, samstarfsaðilar í verkefninu.

Um 759 svæði teljast til vistvanga

„Að frumkvæði sveitarfélaganna á Snæfellsnesi var hafin skoðun á því árið 2020 hvað fælist í aðild að UNESCO vistvangi. Niðurstaða þeirrar vinnu var að Snæfellsnes félli vel að þeim viðmiðum sem UNESCO vistvangar setja. Með því að gerast vistvangur fengi Snæfellsnes aðgang að dýrmætri þekkingu og reynslu annarra slíkra svæða á því hvernig hægt sé að flétta sjálfbæra þróun, þekkingu á átthögum, umhverfi og menningu við markvissa uppbyggingu atvinnulífs,“ segir í tilkynningunni.

„Auk þess fælist í því aðild að „vörumerki“ UNESCO, sem er eitt það þekktasta í heiminum. Í framhaldinu var unnið að gerð umsóknar á vegum stýrihóps sem skipaður var af umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, undir stjórn fulltrúa Snæfellinga, og var henni skilað í september 2024,“ segir þar enn fremur.

Um 759 svæði teljast til vistvanga í heiminum í 136 löndum. Þar af eru 25 sem liggja á milli landa.

Þessi svæði ná yfir meira en 5% af yfirborði jarðar og þar búa um 300 milljónir manna. Vistvanga er að finna á hinum Norðurlöndunum, flestir þeirra eru í Svíþjóð. 

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.