Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sleipnisbikarinn var afhentur Háskólanum á Hólum til varðveislu við hátíðlega athöfn 28. október síðastliðinn.
Sleipnisbikarinn var afhentur Háskólanum á Hólum til varðveislu við hátíðlega athöfn 28. október síðastliðinn.
Mynd / BÍ
Fréttir 4. nóvember 2022

Sleipnisbikarinn kominn á Hóla

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bændasamtök Íslands afhentu Háskólanum á Hólum Sleipnisbikarinn til varðveislu.

Verðlaunagripurinn er æðsta viðurkenning sem veitt er í hrossarækt og hlýtur sá stóðhestur sem efstur stendur í heiðursverðlaunum fyrir afkvæmi á landsmóti. Fyrstur til að hljóta verðlaunin var Skuggi frá Bjarnanesi á landbúnaðarsýningunni 1947. Í sumar var Sjóður frá Kirkjubæ verðlaunaður og var það í 26. skipti sem farandgripnum var úthlutað.

Bændasamtökin verða áfram eigendur gripsins en Háskólanum á Hólum verður falið að vernda bikarinn og hafa sýnilegan milli landsmóta. Hann verður varðveittur í sýningarsal Söguseturs íslenska hestsins á Hólum. Við afhendingu gripsins og undirskrift samnings um varðveislu hans var haldin athöfn á Hólum. Hólmfríður Sveinsdóttir rektor og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, fluttu ávörp í tilefni þess.

Þó svo að fyrsta afhending Sleipnisbikarsins hafi verið árið 1947 á Íslandi má rekja sögu hans aftur til 19. aldar. Á honum kemur fram að hann hafi verið smíðaður í London á valdatíma Viktoríu drottningar og fyrst veittur sem verðlaunagripur í kappreiðum árið 1857. Íslenskur útgerðarmaður keypti hann á uppboði í London á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og keyptu íslenska ríkið og Búnaðarfélag Íslands bikarinn af honum.

Verðmæti bikarsins er mikið, en hann er sérlega vandað handverk og búinn til úr fjórum kílóum af hreinu silfri.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f