Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sleipnisbikarinn var afhentur Háskólanum á Hólum til varðveislu við hátíðlega athöfn 28. október síðastliðinn.
Sleipnisbikarinn var afhentur Háskólanum á Hólum til varðveislu við hátíðlega athöfn 28. október síðastliðinn.
Mynd / BÍ
Fréttir 4. nóvember 2022

Sleipnisbikarinn kominn á Hóla

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bændasamtök Íslands afhentu Háskólanum á Hólum Sleipnisbikarinn til varðveislu.

Verðlaunagripurinn er æðsta viðurkenning sem veitt er í hrossarækt og hlýtur sá stóðhestur sem efstur stendur í heiðursverðlaunum fyrir afkvæmi á landsmóti. Fyrstur til að hljóta verðlaunin var Skuggi frá Bjarnanesi á landbúnaðarsýningunni 1947. Í sumar var Sjóður frá Kirkjubæ verðlaunaður og var það í 26. skipti sem farandgripnum var úthlutað.

Bændasamtökin verða áfram eigendur gripsins en Háskólanum á Hólum verður falið að vernda bikarinn og hafa sýnilegan milli landsmóta. Hann verður varðveittur í sýningarsal Söguseturs íslenska hestsins á Hólum. Við afhendingu gripsins og undirskrift samnings um varðveislu hans var haldin athöfn á Hólum. Hólmfríður Sveinsdóttir rektor og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, fluttu ávörp í tilefni þess.

Þó svo að fyrsta afhending Sleipnisbikarsins hafi verið árið 1947 á Íslandi má rekja sögu hans aftur til 19. aldar. Á honum kemur fram að hann hafi verið smíðaður í London á valdatíma Viktoríu drottningar og fyrst veittur sem verðlaunagripur í kappreiðum árið 1857. Íslenskur útgerðarmaður keypti hann á uppboði í London á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og keyptu íslenska ríkið og Búnaðarfélag Íslands bikarinn af honum.

Verðmæti bikarsins er mikið, en hann er sérlega vandað handverk og búinn til úr fjórum kílóum af hreinu silfri.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...

Bjórinn Naddi sló í gegn í London
Fréttir 28. maí 2024

Bjórinn Naddi sló í gegn í London

Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórv...

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...