Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sláturtíð hjá Norðlenska hefst örlítið síðar en vant er
Mynd / smh
Fréttir 24. júní 2020

Sláturtíð hjá Norðlenska hefst örlítið síðar en vant er

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sláturtíð hjá Norðlenska verður með svipuðu sniði nú í haust og verið hefur undanfarin ár. Slátrun hefst þó nokkrum dögum síðar þetta haustið og er gert ráð fyrir að byrjað verði 1. september. 
 
„Við ráðgerum einnig að leita í auknum mæli að innlendum starfsmönnum í sláturhúsið en slíkt hefur verið nær ómögulegt undanfarin ár,“ segir í fréttabréfi Norðlenska, sem nýverið kom út. Þar kemur líka fram að stjórn félagsins hafi ákveðið á síðasta fundi sínum að greiða 3,4% uppbót á sauðfjárinnlegg haustsins 2019.  Uppbótin verður til greiðslu í júlímánuði.
 
Sala á lambakjöti hefur gengið ágætlega frá síðustu sláturtíð en sem fyrr hefur Norðlenska selt meira lambakjöt en fellur til við slátrun hjá félaginu og brúað bilið með því að kaupa kjöt af öðrum sláturleyfishöfum. Kjötkaup hafa verið þyngri þetta árið en mörg hin fyrri sem hefur valdið nokkrum vandræðum en áhugi kaupenda á framleiðsluvörum félagsins er mikill. 
 
Fyrirkomulagi varðandi heimtöku breytt
 
Ákveðið hefur verið að breyta fyrirkomulagi varðandi sjálfkrafa heimtöku og lækka þyngdarmörk. Fyrirkomulagið nú verður þannig að allt undir 10 kg í DO1 og DP1 fer heim. Gert er ráð fyrir því að byrja að hringja út sláturfjárloforð seinni hluta júnímánaðar. Bændur geta einnig sent inn sláturfjárloforð með því að fara inn á heimasíðu Norðlenska.
 
Fram kemur einnig að sláturtíð í fyrra hafi gengið vel og aldrei verið  slátrað fleira fé í sláturhúsi félagsins á Húsavík, samtals um 100.500. 
 
Æskilegt að framleiðsla minnki ekki umfram það sem nú er
 
Hraustlega hefur dregið úr sauðfjárrækt hin síðari ár og féll  framleitt magn á landinu um rúm 7% milli áranna 2018 og 2019. Norðlenska hefur sem fyrr einbeitt sér að mestu að innanlandsmarkaði fyrir lambakjöt auk útflutnings til Færeyja.  Ljóst er að þegar framleiðsla dregst jafn mikið saman og raun ber vitni þá minnkar þörf á útflutningi. „Raunar er svo komið nú að æskilegt væri að framleiðsla minnki ekki mikið umfram það sem nú er svo tryggja megi hráefni fyrir innanlandsmarkað og þá erlendu markaði sem skást verðið greiða,“ segir í fréttabréfi Norðlenska.

Skylt efni: Norðlenska | sláturtíið

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f