Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sláturhúsið á Hellu.
Sláturhúsið á Hellu.
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður undir kjötvinnslufyrirtækið Esju gæðafæði.

Að sögn Hinriks Inga Guðbjargarsonar, framkvæmdastjóra beggja fyrirtækja, er það gert til að einfalda rekstur og hagræða í bókhaldi.

Hann segir að með sameiningu ýmissa rekstrarkerfa megi minnka fastan kostnað fyrirtækjanna. Nefnir hann í því samhengi til dæmis bókhaldskerfi. Bæði félögin eru í fullri eigu Kaupfélags Skagfirðinga og Hinrik Ingi segir það vera stefnu stjórnar þess að fækka kennitölum. Engin breyting er fyrirhuguð á rekstri Sláturhússins á Hellu vegna þessa og starfsgildum mun ekki fækka.

Afurðir Sláturhússins á Hellu fer að mestu leyti í vinnslu til Esju gæðafæðis en Hinrik segir að þeir selji einnig til Kjöthallarinnar og Ferskra kjötvara auk þess sem heimtaka fari vaxandi.

Rekstur beggja fyrirtækja sé stöndugur en helstu áskoranir felist í fækkun sláturgripa. „Ég vildi óska að fleiri gripir væru í boði en ég heyri að öll sláturhús séu að glíma við þetta. Það þarf eitthvað samhent átak til að auka framleiðslu hér heima,“ segir Hinrik Ingi.

Hann segir sölu á kjöti ekki fara minnkandi. „En ég heyri að neyslan er að breytast, menn eru að leita að ódýrara próteini.“ Þannig fari sala á fuglakjöti sífellt vaxandi á kostnað sölu lambakjöts.

Hlutafélagið Sláturhúsið Hellu hf. var stofnað árið 2001en Kaupfélag Skagfirðinga keypti sig inn í fyrirtækið árið 2014. Í dag starfa hjá fyrirtækinu um rúm 20 einstaklingar og er megináhersla þess slátrun og
vinnsla nautgripa og hrossa.

Esja gæðafæði ehf. hefur verið í eigu Kaupfélags Skagfirðinga frá því árið 2016. Kjötvinnslan er staðsett að Bitruhálsi í Reykjavík sem þaðan vinnur vörur og selur til mötuneyta, veitingahúsa, hótela og verslana. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 75 talsins.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.