Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Kaupfélag Vestur-Húnvetninga á helminginn í Sláturhúsi Kaupfélags Vestur Húnvetninga á Hvammstanga á móti Kaupfélagi Skagfirðinga.
Kaupfélag Vestur-Húnvetninga á helminginn í Sláturhúsi Kaupfélags Vestur Húnvetninga á Hvammstanga á móti Kaupfélagi Skagfirðinga.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður með svipuðu sniði á þessu ári og verið hefur.

Þórunn Ýr Elíasdóttir.

Ákvörðun um að hætt yrði að slátra á Hvammstanga hafði aldrei formlega verið tekin en áform voru uppi um að slátruninni yrði hætt þar, sem liður í hagræðingu vegna kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska.

Kaupfélag Vestur-Húnvetninga á helming í SKVH á móti KS. Þórunn Ýr Elíasdóttir kaupfélagsstjóri segir að áformin hafi gert ráð fyrir að kjötvinnsla yrði eingöngu eftir á Hvammstanga, en umfang starfseminnar myndi frekar aukast og stöðugildum fjölgað. Í venjulegri sláturtíð starfi þar um 130 manns. Líklega hefði þjónusta við sauðfjárbændur þó verið skert, með tilheyrandi flutningi á sláturgripum um lengri veg í önnur starfandi sláturhús.

Góður rekstur frá 2006

Í ljósi þess að sameiningin sé ekki heimil – og áform stjórnvalda sé að breyta búvörulögum til fyrra horfs með virkum samkeppnisákvæðum kjötafurðastöðva – þá haldi óbreytt starfsemi þeirra á Hvammstanga bara áfram. „Reksturinn okkar hefur í raun verið góður frá því að sú hagræðing varð að KS keypti helminginn í okkar sláturhúsi árið 2006. Alveg fram að árinu 2024 þegar afurðaverð til bænda hækkar talsvert umfram vöruverð og 60 milljóna króna taprekstur verður hjá okkur. Það stefnir svo í áframhaldandi taprekstur á þessu ári, einfaldlega vegna þess að við náum ekki að koma þessum afurðaverðshækkunum inn í verðlag á kindakjötinu. En svo vonumst við til að geta farið að snúa rekstrarþróuninni við í hægum skrefum,“ segir Þórunn. 

Hún segir að vegna sérstöðu SKVH, að vera eingöngu í sauðfjárslátrun, hafi náðst þessi góði árangur hjá þeim í rekstri fram að þessu ólíkt öðrum sláturhúsum. „En það er að ýmsu að hyggja, við viljum auðvitað hag okkar bænda sem bestan en um leið getum við ekki hækkað vöruverð nægilega án þess að skerða sölumöguleika okkar afurða. Til marks um þennan vanda þá held ég að hægt sé að segja að við séum fyrst núna að ná að hækka vöruverðið til samræmis við þær afurðaverðshækkanir sem urðu árið 2023.“

Bændur í meirihlutaeigu

Þórunn játar því að það sé gott að halda sauðfjárslátruninni eftir á Hvammstanga enda sé héraðið mikilvægt sauðfjárræktinni í landinu. Hún segir þróun mála varðandi breytingarnar á búvörulögum, þar sem kjötafurðastöðvar voru undanþegnar samkeppnislögum, vera áfellisdóm yfir stjórnsýslunni eftir að lögin voru dæmd ólögleg í Héraðsdómi Reykjavíkur.

„Þetta mál var bara illa unnið að öllu leyti. Ef fyrirhugaðar breytingar hefðu orðið að veruleika hefði það hins vegar ekki komið niður á umfangi starfseminnar hjá okkur þótt slátrunin hefði færst annað. Bændur eru í meirihlutaeigu á kaupfélaginu sem á sláturhúsið til jafns við KS, þannig að þær breytingar hefðu aldrei orðið í óþökk þeirra.“

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.