Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Skútustaðahreppur hefur keypt jörðina Kálfaströnd, 1 og 2 af Elínu Einarsdóttur. Auk þess fasteignir sem jörðinni fylgja, en kaupverðið er 140 milljónir. Stærð jarðarinnar er um 1.500 hektarar.
Skútustaðahreppur hefur keypt jörðina Kálfaströnd, 1 og 2 af Elínu Einarsdóttur. Auk þess fasteignir sem jörðinni fylgja, en kaupverðið er 140 milljónir. Stærð jarðarinnar er um 1.500 hektarar.
Mynd / Skútustaðahreppur - Loftmyndir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfaströnd 1 og Kálfaströnd 2) við eiganda hennar, Elínu Einarsdóttur. Skútustaðahreppur kaupir jörðina og fasteignir sem henni fylgja á 140 milljónir.

Stærð jarðarinnar er um 1.500 hektarar og er hún meðal stærstu veiðiréttarhafa í Mývatni. Kálfaströnd á land að Höfða, sem er í eigu Skútustaðahrepps og er vinsælt útivistarsvæði Mývatnssveitar.

Viðræður um kaupin hafa staðið yfir frá vordögum 2021, með hléum. Það er sameiginleg framtíðarsýn kaupanda og seljanda að sveitarfélagið Skútustaðahreppur muni um ókomna tíð stuðla að vernd náttúru Kálfastrandar, að því er fram kemur í frétt á vef Skútustaðahrepps. „Sameiginleg framtíðarsýn felur jafnframt í sér að almenningur eigi þess kost að njóta náttúru jarðarinnar á grundvelli skipulags. Skútustaðahreppur mun vinna að þróun skipulags og innviðauppbyggingar á Kálfaströnd í samræmi við þessa framtíðarsýn,“ segir enn fremur.

Aukið aðgengi að náttúruperlum

Fram kemur að með kaupunum opnast sveitarfélaginu möguleikar til að gefa íbúum og gestum aukið aðgengi að náttúruperlunni Mývatni á grundvelli langtíma skipulags og byggja upp stefnumiðað samstarf við menntastofnanir, stofnanir ríkisins, sjóði á sviði náttúruverndar og innviðauppbyggingar og aðra sem láta sig einstaka náttúru Mývatnssveitar varða. Kaupin gefa sveitarfélaginu jafnframt aðgang að húsakosti sem nýst getur áhaldahúsi og stutt við byggðaþróun sveitarfélagsins. 

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og að...

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent e...

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður
Fréttir 17. mars 2023

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður

Búgreinadeild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands samþykkti tillögu á nýliðn...

Fagþing sauðfjárræktarinnar
Fréttir 17. mars 2023

Fagþing sauðfjárræktarinnar

Fagþing sauðfjárræktarinnar 2023 verður haldið í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudagin...

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum
Fréttir 16. mars 2023

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum

Á búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda á dögunum var tillaga samþykkt þar sem því...

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr
Fréttir 16. mars 2023

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr

Nautgripabændur vilja greiðslur fyrir framleiðslutengda liði mjólkur. Í ályktun ...

Jarfi frá Helgavatni besta nautið
Fréttir 16. mars 2023

Jarfi frá Helgavatni besta nautið

Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hlaut nafnbótina besta nau...

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum
Fréttir 15. mars 2023

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum

Á þingi búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá BÍ var samþykkt sú tillaga að stjórn d...