Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Skútustaðahreppur hefur keypt jörðina Kálfaströnd, 1 og 2 af Elínu Einarsdóttur. Auk þess fasteignir sem jörðinni fylgja, en kaupverðið er 140 milljónir. Stærð jarðarinnar er um 1.500 hektarar.
Skútustaðahreppur hefur keypt jörðina Kálfaströnd, 1 og 2 af Elínu Einarsdóttur. Auk þess fasteignir sem jörðinni fylgja, en kaupverðið er 140 milljónir. Stærð jarðarinnar er um 1.500 hektarar.
Mynd / Skútustaðahreppur - Loftmyndir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfaströnd 1 og Kálfaströnd 2) við eiganda hennar, Elínu Einarsdóttur. Skútustaðahreppur kaupir jörðina og fasteignir sem henni fylgja á 140 milljónir.

Stærð jarðarinnar er um 1.500 hektarar og er hún meðal stærstu veiðiréttarhafa í Mývatni. Kálfaströnd á land að Höfða, sem er í eigu Skútustaðahrepps og er vinsælt útivistarsvæði Mývatnssveitar.

Viðræður um kaupin hafa staðið yfir frá vordögum 2021, með hléum. Það er sameiginleg framtíðarsýn kaupanda og seljanda að sveitarfélagið Skútustaðahreppur muni um ókomna tíð stuðla að vernd náttúru Kálfastrandar, að því er fram kemur í frétt á vef Skútustaðahrepps. „Sameiginleg framtíðarsýn felur jafnframt í sér að almenningur eigi þess kost að njóta náttúru jarðarinnar á grundvelli skipulags. Skútustaðahreppur mun vinna að þróun skipulags og innviðauppbyggingar á Kálfaströnd í samræmi við þessa framtíðarsýn,“ segir enn fremur.

Aukið aðgengi að náttúruperlum

Fram kemur að með kaupunum opnast sveitarfélaginu möguleikar til að gefa íbúum og gestum aukið aðgengi að náttúruperlunni Mývatni á grundvelli langtíma skipulags og byggja upp stefnumiðað samstarf við menntastofnanir, stofnanir ríkisins, sjóði á sviði náttúruverndar og innviðauppbyggingar og aðra sem láta sig einstaka náttúru Mývatnssveitar varða. Kaupin gefa sveitarfélaginu jafnframt aðgang að húsakosti sem nýst getur áhaldahúsi og stutt við byggðaþróun sveitarfélagsins. 

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...