Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og Sigurður Eyþórsson framkæmdastjóri Bændasamtaka Íslands handsala samninginn.
Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og Sigurður Eyþórsson framkæmdastjóri Bændasamtaka Íslands handsala samninginn.
Mynd / smh
Fréttir 31. maí 2019

Skrifað undir kjarasamning milli Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Í dag var skrifað undir kjarasamning milli Starfsgreinasambands Íslands og BÍ. Heildarútgáfa samningsins byggir á kjarasamningi SGS og SA undirrituðum  3. apríl 2019 (heildarsamningi) og kjarasamningi SGS við BÍ undirrituðum 15. mars 2016.

Samningurinn þessi gildir frá 1. apríl 2019 – 1. nóvember 2022 og fellur þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. Allir launaliðir samnings taka breytingum í samræmi við kjarasamning SGS og SA sem fyrr er vísað til.

Samið var um hækkun á hámarksfrádrætti vegna fæðis og húsnæðis sem vinnuveitandi leggur launþega til. Hækkunin nemur 2,5% í hvert skipti sem laun hækka samkvæmt samningnum þ.e. 1.apríl 2019, 1. apríl 2020, 1. janúar 2021 og 1. janúar 2022. 

Engar breytingar eru á þeim þáttum samningsins sem snúa að ákvæðum um vinnutíma, starfsaldurstengdar launahækkanir eða önnur sérákvæði samningsins. Minnt er á að skylt er að gera skriflega ráðningarsamninga innan mánaðar frá ráðningu, enda standi ráðning starfsmanns lengur en einn mánuð. Breytingar á ráðningarkjörum skal staðfesta með sama hætti.

Í ráðningarsamningi skal m.a. koma fram ef sérstaklega er samið um vinnutíma, sbr. 2. gr. kjarasamningsins.

Samninginn má finna í heild sinni á vef Starfsgreinasambands Íslands.

Skylt efni: kjarasamningar

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...