Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og Sigurður Eyþórsson framkæmdastjóri Bændasamtaka Íslands handsala samninginn.
Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og Sigurður Eyþórsson framkæmdastjóri Bændasamtaka Íslands handsala samninginn.
Mynd / smh
Fréttir 31. maí 2019

Skrifað undir kjarasamning milli Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Í dag var skrifað undir kjarasamning milli Starfsgreinasambands Íslands og BÍ. Heildarútgáfa samningsins byggir á kjarasamningi SGS og SA undirrituðum  3. apríl 2019 (heildarsamningi) og kjarasamningi SGS við BÍ undirrituðum 15. mars 2016.

Samningurinn þessi gildir frá 1. apríl 2019 – 1. nóvember 2022 og fellur þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. Allir launaliðir samnings taka breytingum í samræmi við kjarasamning SGS og SA sem fyrr er vísað til.

Samið var um hækkun á hámarksfrádrætti vegna fæðis og húsnæðis sem vinnuveitandi leggur launþega til. Hækkunin nemur 2,5% í hvert skipti sem laun hækka samkvæmt samningnum þ.e. 1.apríl 2019, 1. apríl 2020, 1. janúar 2021 og 1. janúar 2022. 

Engar breytingar eru á þeim þáttum samningsins sem snúa að ákvæðum um vinnutíma, starfsaldurstengdar launahækkanir eða önnur sérákvæði samningsins. Minnt er á að skylt er að gera skriflega ráðningarsamninga innan mánaðar frá ráðningu, enda standi ráðning starfsmanns lengur en einn mánuð. Breytingar á ráðningarkjörum skal staðfesta með sama hætti.

Í ráðningarsamningi skal m.a. koma fram ef sérstaklega er samið um vinnutíma, sbr. 2. gr. kjarasamningsins.

Samninginn má finna í heild sinni á vef Starfsgreinasambands Íslands.

Skylt efni: kjarasamningar

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...