Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og Sigurður Eyþórsson framkæmdastjóri Bændasamtaka Íslands handsala samninginn.
Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og Sigurður Eyþórsson framkæmdastjóri Bændasamtaka Íslands handsala samninginn.
Mynd / smh
Fréttir 31. maí 2019

Skrifað undir kjarasamning milli Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Í dag var skrifað undir kjarasamning milli Starfsgreinasambands Íslands og BÍ. Heildarútgáfa samningsins byggir á kjarasamningi SGS og SA undirrituðum  3. apríl 2019 (heildarsamningi) og kjarasamningi SGS við BÍ undirrituðum 15. mars 2016.

Samningurinn þessi gildir frá 1. apríl 2019 – 1. nóvember 2022 og fellur þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. Allir launaliðir samnings taka breytingum í samræmi við kjarasamning SGS og SA sem fyrr er vísað til.

Samið var um hækkun á hámarksfrádrætti vegna fæðis og húsnæðis sem vinnuveitandi leggur launþega til. Hækkunin nemur 2,5% í hvert skipti sem laun hækka samkvæmt samningnum þ.e. 1.apríl 2019, 1. apríl 2020, 1. janúar 2021 og 1. janúar 2022. 

Engar breytingar eru á þeim þáttum samningsins sem snúa að ákvæðum um vinnutíma, starfsaldurstengdar launahækkanir eða önnur sérákvæði samningsins. Minnt er á að skylt er að gera skriflega ráðningarsamninga innan mánaðar frá ráðningu, enda standi ráðning starfsmanns lengur en einn mánuð. Breytingar á ráðningarkjörum skal staðfesta með sama hætti.

Í ráðningarsamningi skal m.a. koma fram ef sérstaklega er samið um vinnutíma, sbr. 2. gr. kjarasamningsins.

Samninginn má finna í heild sinni á vef Starfsgreinasambands Íslands.

Skylt efni: kjarasamningar

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...