Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mikill býflugnadauði hefur valdið vísindamönnum  sérstökum áhyggjum vegna mikilvægis þeirra við frjóvgun nytjajurta.
Mikill býflugnadauði hefur valdið vísindamönnum sérstökum áhyggjum vegna mikilvægis þeirra við frjóvgun nytjajurta.
Fréttir 1. apríl 2020

Skordýraútrýming heimsins áhyggjuefni

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Heimurinn er í skordýra­krísu og afleiðing­arnar geta orðið hrikalegar fyrir mannfólkið segja vísindamenn. Ein milljón dýrategunda er í hættu á að deyja út og er helmingur þeirra skordýr. Á bilinu fimm til tíu prósent af öllum skordýrategundum hefur dáið út síðan iðnbyltingin hófst fyrir um 200 árum síðan.

„Þetta er mjög truflandi að horfa upp á svona mikið af skordýradauða og við erum ekki einu sinni komin á toppinn af fjallinu svo þetta er alvarlegt mál,“ segir Pedro Cardoso líffræðingur, sem vinnur á náttúrusagnasafninu í Helsingfors í Finnlandi. Hann er aðalhöfundur rannsóknar sem var kynnt í tímaritinu Conservation Biology á dögunum.

Margir þættir hafa áhrif

Á síðustu 500 milljónum ára hefur jörðin upplifað stórfellda útrýmingu á tegundum fimm sinnum áður. Síðast gerðist það fyrir 66 milljón árum síðan þegar jörðin varð fyrir kröftugum smástirnaárekstri þegar risaeðlurnar dóu út. Nú upplifir jörðin í sjötta sinn stórfellda útrýmingu af tegundum og nú segja fræðimenn að það sé mannfólkinu um að kenna. Aðalorsök þess er að þau svæði sem skordýrin lifa á hverfa af mannavöldum, mengun spilar einnig inn í og notkun á skordýraeitri. Einnig lætur mannfólkið nýjar tegundir inn á svæði þar sem þau eiga ekki heima og allt hefur þetta áhrif á skordýr heimsins. Loftslagsbreytingarnar hafa einnig áhrif ásamt ofnýtingu en yfir tvö þúsund skordýrategundir eru notaðar til manneldis.

Þegar fiðrildi, bjöllur, maurar, býflugur, flugur, geitungar og krybbur hverfa hefur það meiri áhrif en að ein og ein tegund hverfi vegna þess að skordýrategundirnar eru mikilvægur liður í vistkerfinu og framkvæma mikilvæg verkefni sem aðrar tegundir geta ekki. Þau fræva, taka þátt í næringarhringrás og berjast gegn skaðlegum skordýrum í landbúnaði. Samkvæmt rannsóknum er talið að þessar tegundir skordýra spari Bandaríkjamönnum sem samsvarar 57 milljörðum dollara árlega og á heimsgrundvelli í kringum 500 milljarða dollara árlega.

Viðvörun sem ber að taka alvarlega

Margar dýrategundir eru einnig háðar því að hafa nóg af skordýrum til að lifa af og þannig hefur fjöldi fugla í Evrópu og Bandaríkjunum minnkað töluvert undanfarin ár sem rakið er til fækkunar skordýra.

Fræðimenn áætla að það séu um 5,5 milljónir skordýrategunda á jörðinni en einungis einn fimmta af þeim er búið að greina og gefa nafn. Því telja þeir að útrýming skordýra sé mun meiri en vitað sé. Á bilinu fimm til tíu prósent af öllum skordýrategundum hafa dáið út síðan iðnbyltingin hófst fyrir um 200 árum síðan.

Rannsóknin sem Cardoso og félagar hans unnu hefur fengið nafngiftina „Viðvörun fræðimanna til mannfólksins um útrýmingu skordýra“. Í henni fylgja þeir eftir viðvörun fræðimanna fyrir 25 árum síðan og viðvörun sem gefin var út árið 2017 sem 15 þúsund fræðimenn um allan heim undirrituðu. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...