Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Tré ársins er skógarfura í Varmahlíð. F.v. Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga ehf., sem er bakhjarl Trés ársins, Ragnheiður Guðmundsdóttir, formaður Skógræktarfélags Skagfirðinga, og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands.
Tré ársins er skógarfura í Varmahlíð. F.v. Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga ehf., sem er bakhjarl Trés ársins, Ragnheiður Guðmundsdóttir, formaður Skógræktarfélags Skagfirðinga, og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands.
Mynd / Skógræktarfélag Íslands
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Tré ársins 2024 var útnefnt við hátíðlega athöfn sunnudaginn 8. september. Um er að ræða skógarfuru (Pinus sylvestris) í skógarlundi sunnan við Mánaþúfu í Varmahlíð í Skagafirði og er það í fyrsta sinn sem skógarfura er valin sem Tré ársins.

Skógarfura var mikið gróðursett á 6. og fram á 7. áratug síðustu aldar, en varð fyrir miklum skakkaföllum af völdum furulúsar, sem grandaði henni að mestu, og er hún því sjaldgæf orðin hérlendis.

Tréð er í Varmahlíð í Skagafirði oger13,9máhæðog30,5 cm að þvermáli í brjósthæð manns. Það heyrir undir lögsögu Skógræktarfélags Skagfirðinga. Var félaginu afhent viðurkenningarskjal sem eiganda trésins og skilti sem markar tréð afhjúpað. Skógræktarfélag Íslands útnefnir tré ársins á hverju ári og er tilgangur þess að beina sjónum almennings að því starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt. Jafnframt að benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa á Íslandi. Lambhagi er bakhjarl verkefnisins.

Skylt efni: tré ársins

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...