Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tré ársins er skógarfura í Varmahlíð. F.v. Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga ehf., sem er bakhjarl Trés ársins, Ragnheiður Guðmundsdóttir, formaður Skógræktarfélags Skagfirðinga, og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands.
Tré ársins er skógarfura í Varmahlíð. F.v. Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga ehf., sem er bakhjarl Trés ársins, Ragnheiður Guðmundsdóttir, formaður Skógræktarfélags Skagfirðinga, og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands.
Mynd / Skógræktarfélag Íslands
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Tré ársins 2024 var útnefnt við hátíðlega athöfn sunnudaginn 8. september. Um er að ræða skógarfuru (Pinus sylvestris) í skógarlundi sunnan við Mánaþúfu í Varmahlíð í Skagafirði og er það í fyrsta sinn sem skógarfura er valin sem Tré ársins.

Skógarfura var mikið gróðursett á 6. og fram á 7. áratug síðustu aldar, en varð fyrir miklum skakkaföllum af völdum furulúsar, sem grandaði henni að mestu, og er hún því sjaldgæf orðin hérlendis.

Tréð er í Varmahlíð í Skagafirði oger13,9máhæðog30,5 cm að þvermáli í brjósthæð manns. Það heyrir undir lögsögu Skógræktarfélags Skagfirðinga. Var félaginu afhent viðurkenningarskjal sem eiganda trésins og skilti sem markar tréð afhjúpað. Skógræktarfélag Íslands útnefnir tré ársins á hverju ári og er tilgangur þess að beina sjónum almennings að því starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt. Jafnframt að benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa á Íslandi. Lambhagi er bakhjarl verkefnisins.

Skylt efni: tré ársins

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.