Skírnin fór fram í fallegu og björtu veðri í Skeiðaréttum en réttirnar eru í túnfæti fjölskyldunnar, sem býr á Reykjum.
Skírnin fór fram í fallegu og björtu veðri í Skeiðaréttum en réttirnar eru í túnfæti fjölskyldunnar, sem býr á Reykjum.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 27. september 2024

Skírn í réttum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Skemmtilegur viðburður var í Reykjaréttum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi laugardaginn 14. september þegar ungbarn var skírt.

Séra Óskar í Hruna að skíra Úlfhildi Báru. Bjarni heldur á henni undir skírn og Harpa Rut fylgist sæl með.

Það voru kúabændurnir á Reykjum, þau Bjarni Rúnarsson og Harpa Rut Sigurgeirsdóttir, sem mættu með nokkurra mánaða dóttur sína til skírnar. Fékk hún nafnið Úlfhildur Bára í höfuðið á Úlfari frænda sínum, sem kvaddi skyndilega síðasta vetur en seinna nafnið er í höfuðið á móðurömmunni. Sr. Óskar Hafstein Óskarsson í Hruna skírði Úlfhildi Báru.

Réttir eru hátíðardagur

„Það kom þannig til að dóttir fæddist í lok júní í miðjum heyskap og það er mikið að gera á sumrin og allir ættingjar og vinir á faraldsfæti eins og gengur. Svo áður en við vissum af þá var farið að styttast í réttir. Og réttir eru hér eins og víða mikill hátíðardagur og margmenni sem kemur hingað heim í réttarsúpu, svo við ákváðum bara að slá þessu saman. Séra Óskar var held ég manna spenntastur fyrir þessu fyrirkomulagi, enda mikill sauðfjárbóndi sjálfur,“ segir Bjarni aðspurður um ákvörðunina um skírnina í réttunum.

Eftir skírnina var gestum fjölskyldunnar boðið í dýrindis kjötsúpu, sem var vel við hæfi á réttardaginn.

„Við vorum nú satt að segja ekki bjartsýn dagana fyrir á að það yrði hægt að vera úti í réttum enda gul viðvörun og rigning í kortunum, en um morguninn var þetta fína veður svo við smöluðum gestunum út í réttir og skírðum hana undir blaktandi íslenskum fána, dásamlegum söng og kindajarmi. Svo fengu allir réttarsúpu og tilheyrandi heima í vélaskemmu sem við gerðum að veislusal og þetta heppnaðist allt saman eins og í sögu. Ég held að við gleymum þessum degi seint og þetta verður líka skemmtileg frásögn fyrir dótturina að eiga þegar hún verður eldri,“ bætir Bjarni við.

Verður Úlfhildur sauðfjárbóndi?

Þegar Bjarni er spurður hvort það segi sig ekki sjálft að Úlfhildur verði sauðfjárbóndi var hann fljótur til svars.

„Hvort hún verði sauðfjárbóndi í framtíðinni verður hún að ákveða sjálf. En það verður þá í einhverjum mótþróa við pabba sinn því ég hef ekki verið talsmaður þess að taka fé hér á þessum bæ þrátt fyrir mikla hvatningu úr ýmsum áttum,“ segir Bjarni hlæjandi og bætir strax við. „Annars erum við aðallega með kúabúskap, u.þ.b. 60–65 kýr mjólkandi og nautakjötsframleiðslu sem hliðarbúgrein. Svo erum við í kornrækt og skógrækt og með nokkrar hænur og hesta fyrir heimilið.“

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...