Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heimilt verður að reisa mannvirki sem geta verið allt að 55 m á hæð.
Heimilt verður að reisa mannvirki sem geta verið allt að 55 m á hæð.
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 við Þorlákshöfn.

Samkvæmt því er lóðinni skipt upp í sjö hluta, eina stóra lóð og sex minni og í auglýsingu er sagt að lóðirnar henti vel fyrir súrefnisframleiðslu þar sem landeldisfyrirtæki rísi hvort sínum megin við lóðirnar.

„Ferli súrefnisframleiðslu felur í sér að notast þarf við háa turna þegar súrefni er aðskilið frá öðrum gastegundum. Í ljósi þess er heimilt í skipulaginu að reisa mannvirki sem geta verið allt að 55 m á hæð,“ segir í auglýsingunni.

Haft var eftir Páli Marvini Jónssyni, framkvæmdastjóra þekkingarsetursins Ölfus Cluster í Bændablaðinu í september, að tvö fyrirtæki hafi leitað til þeirra og rætt möguleikann á að byggja upp súrefnisframleiðslu á svæðinu. Samkvæmt heimildum eru það fyrirtækin Linde Gas og Veldix.

Skipulagið var samþykkt í bæjarstjórn Ölfuss þann 30. október sl. og verður til kynningar á bæjarskrifstofunni. Hægt verður að senda ábendingar eða athugasemdir til sveitarfélagsins til 19. desember.

Skylt efni: Ölfus

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f