Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heimilt verður að reisa mannvirki sem geta verið allt að 55 m á hæð.
Heimilt verður að reisa mannvirki sem geta verið allt að 55 m á hæð.
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 við Þorlákshöfn.

Samkvæmt því er lóðinni skipt upp í sjö hluta, eina stóra lóð og sex minni og í auglýsingu er sagt að lóðirnar henti vel fyrir súrefnisframleiðslu þar sem landeldisfyrirtæki rísi hvort sínum megin við lóðirnar.

„Ferli súrefnisframleiðslu felur í sér að notast þarf við háa turna þegar súrefni er aðskilið frá öðrum gastegundum. Í ljósi þess er heimilt í skipulaginu að reisa mannvirki sem geta verið allt að 55 m á hæð,“ segir í auglýsingunni.

Haft var eftir Páli Marvini Jónssyni, framkvæmdastjóra þekkingarsetursins Ölfus Cluster í Bændablaðinu í september, að tvö fyrirtæki hafi leitað til þeirra og rætt möguleikann á að byggja upp súrefnisframleiðslu á svæðinu. Samkvæmt heimildum eru það fyrirtækin Linde Gas og Veldix.

Skipulagið var samþykkt í bæjarstjórn Ölfuss þann 30. október sl. og verður til kynningar á bæjarskrifstofunni. Hægt verður að senda ábendingar eða athugasemdir til sveitarfélagsins til 19. desember.

Skylt efni: Ölfus

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.