Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heimilt verður að reisa mannvirki sem geta verið allt að 55 m á hæð.
Heimilt verður að reisa mannvirki sem geta verið allt að 55 m á hæð.
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 við Þorlákshöfn.

Samkvæmt því er lóðinni skipt upp í sjö hluta, eina stóra lóð og sex minni og í auglýsingu er sagt að lóðirnar henti vel fyrir súrefnisframleiðslu þar sem landeldisfyrirtæki rísi hvort sínum megin við lóðirnar.

„Ferli súrefnisframleiðslu felur í sér að notast þarf við háa turna þegar súrefni er aðskilið frá öðrum gastegundum. Í ljósi þess er heimilt í skipulaginu að reisa mannvirki sem geta verið allt að 55 m á hæð,“ segir í auglýsingunni.

Haft var eftir Páli Marvini Jónssyni, framkvæmdastjóra þekkingarsetursins Ölfus Cluster í Bændablaðinu í september, að tvö fyrirtæki hafi leitað til þeirra og rætt möguleikann á að byggja upp súrefnisframleiðslu á svæðinu. Samkvæmt heimildum eru það fyrirtækin Linde Gas og Veldix.

Skipulagið var samþykkt í bæjarstjórn Ölfuss þann 30. október sl. og verður til kynningar á bæjarskrifstofunni. Hægt verður að senda ábendingar eða athugasemdir til sveitarfélagsins til 19. desember.

Skylt efni: Ölfus

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f