Heimilt verður að reisa mannvirki sem geta verið allt að 55 m á hæð.
Heimilt verður að reisa mannvirki sem geta verið allt að 55 m á hæð.
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 við Þorlákshöfn.

Samkvæmt því er lóðinni skipt upp í sjö hluta, eina stóra lóð og sex minni og í auglýsingu er sagt að lóðirnar henti vel fyrir súrefnisframleiðslu þar sem landeldisfyrirtæki rísi hvort sínum megin við lóðirnar.

„Ferli súrefnisframleiðslu felur í sér að notast þarf við háa turna þegar súrefni er aðskilið frá öðrum gastegundum. Í ljósi þess er heimilt í skipulaginu að reisa mannvirki sem geta verið allt að 55 m á hæð,“ segir í auglýsingunni.

Haft var eftir Páli Marvini Jónssyni, framkvæmdastjóra þekkingarsetursins Ölfus Cluster í Bændablaðinu í september, að tvö fyrirtæki hafi leitað til þeirra og rætt möguleikann á að byggja upp súrefnisframleiðslu á svæðinu. Samkvæmt heimildum eru það fyrirtækin Linde Gas og Veldix.

Skipulagið var samþykkt í bæjarstjórn Ölfuss þann 30. október sl. og verður til kynningar á bæjarskrifstofunni. Hægt verður að senda ábendingar eða athugasemdir til sveitarfélagsins til 19. desember.

Skylt efni: Ölfus

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss
Fréttir 28. nóvember 2024

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss

Svissneska parið Isabelle og Steff Felix komu í Fljótsdalinn snemma árs 2022 og ...