Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Skinnaverð hefur lækkað um 50% frá 2015 og hrun blasir við í greininni
Fréttir 4. október 2018

Skinnaverð hefur lækkað um 50% frá 2015 og hrun blasir við í greininni

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Hrun blasir við í minkarækt á Íslandi ef ekkert verður að gert. Ljóst er að við fjöldagjaldþrot í greininni munu tapast gríðarleg verðmæti í búrum, búnaði, þekkingu og dýrmætri reynslu.


Frá árinu 2015 til dagsins í dag hefur skinnaverðið lækkað um 50% í íslenskum krónum. Um þriðjungur af þeirri lækkun er vegna sterkrar stöðu krónunnar. Þá er verðið nú ekki nema tæplega fjórðungur, eða innan við 25%, af verðinu 2013.

Fimm minkabúum var lokað vegna ástandsins á síðasta ári og eru einungis 18 minkabú starfandi í dag, en þau voru 31 þegar best lét 2014. Eftir því sem búunum fækkar verður erfiðara að halda uppi fóðurframleiðslu sem skapar verðmæti úr sláturúrgangi frá landbúnaði og fiskúrgangi sem annars væri hent og urðað. Nemur fóðrið sem þannig er nýtt um 50 kg á hvert skinn sem framleitt er. Það snertir líka umhverfismál og markmið stjórnvalda í loftslagsmálum, en gert er ráð fyrir að þrengt verði að urðun á slíku hráefni árið 2020 með gjaldtöku og að hún verði síðan bönnuð í framhaldinu.

Mjög þungt í mönnum

Einar E. Einarsson, bóndi á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, er formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda (SÍL), en hann rekur búið Urðarkött ehf. Hann segir að meðalskinnaverð síðustu fimm ára, að árinu 2018 meðtöldu, sé komið nær helming undir reiknaðan framleiðslukostnað.

„Hljóðið er orðið mjög þungt í okkar félagsmönnum,“ segir Einar.

„Það er blóðugt ef þetta þarf að leggjast á hliðina þegar við stöndum með í höndunum okkar góðu framleiðslu og mikil verðmæti í búnaði, reynslu og þekkingu. Ef ekkert verður að gert blasir hrun við í greininni.“

Greinin hefur skilað nær 11 milljörðum í þjóðarbúið frá hruni

Frá 2008, þegar efnahagshrunið varð á Íslandi, og til ársloka 2017, skilaði minkaræktin tæpum 11 milljörðum króna í íslenska þjóðarbúið. Þegar skinnaverð stóð sem hæst, árið 2013, fengu íslenskir skinnaframleiðendur 12.593 krónur fyrir hvert skinn, en þá seldust 174.463 skinn.

Á síðasta ári seldust 170.643 skinn og meðalverðið til framleiðenda var 3.826 krónur. 

„Árið í ár er síðan það allra versta en nú að afloknu septemberuppboði er meðalverð ársins til bænda um 3.100 krónur, sem er helmingur þess sem það kostar að framleiða eitt skinn en framleiðslukostnaður er um 6.000 krónur. Þar af er fóðurkostnaður um 2.500 kr. og vinnulaun um 1.200 kr.,“ segir Einar. Afar sterk staða íslensku krónunnar síðastliðin ár hefur líka ýkt niðursveifluna á markaðnum fyrir íslenska bændur.

„Undanfarnar vikur hefur krónan verið að lækka, sem gefur vonir um að staða útflutningsgreina gæti hugsanlega farið batnandi ef krónan veikist áfram en fyrir því er engin trygging.

Að mínu viti þarf krónan að veikjast um að minnsta kosti 15% í viðbót svo staða útflutningsgreina á Íslandi verði samkeppnishæf í kostnaði óháð heimsmarkaðsverði hverju sinni,“ sagði Einar.

Sjá nánar á bls. 4 í Bændablaðinu.

Skylt efni: Loðdýr | loðskinn

Nýr formaður kjörinn
Fréttir 23. febrúar 2024

Nýr formaður kjörinn

Hjörtur Bergmann Jónsson var kjörinn formaður deildar skógarbænda á fundi deilda...

Sex minkabú eftir á landinu
Fréttir 23. febrúar 2024

Sex minkabú eftir á landinu

Björn Harðarson, bóndi í Holti í Flóa, hefur tekið við sem formaður deildar loðd...

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.