Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Keppendur SS í fagkeppninni. Frá vinstri: Jónas Pálmar Björnsson verkstjóri, Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri, Oddur Árnason fagmálastjóri, Bjarki Sigurjónsson verkstjóri, Björgvin Bjarnason, gæðastjóri Reykjagarðs, Steinar Þórarinsson verkstjóri.
Keppendur SS í fagkeppninni. Frá vinstri: Jónas Pálmar Björnsson verkstjóri, Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri, Oddur Árnason fagmálastjóri, Bjarki Sigurjónsson verkstjóri, Björgvin Bjarnason, gæðastjóri Reykjagarðs, Steinar Þórarinsson verkstjóri.
Mynd / Björk Guðbrandsdóttir
Líf og starf 3. apríl 2018

Sigursælir kjötiðnaðarmenn hjá SS

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kjötiðnaðarmenn SS sýndu frábæra frammistöðu í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna og besta skinka Íslands 2018 sem fór nýlega fram. 
 
Oddur Árnason, fagmálastjóri SS, varð kjötmeistari Íslands árið 2018. Hann fékk auk þess verðlaun fyrir bestu vöruna úr nautakjöti, einnig fyrir reykgrafið Landnámsnaut, auk þess að fá Lambaorðuna fyrir Tindfjallahangikjet og verðlaun fyrir athyglisverðustu nýjungina fyrir Sveitakonfekt. Jónas Pálmar Björnsson, verkstjóri hjá SS, fékk verðlaun fyrir bestu vöruna úr hrossa/folaldakjöti fyrir grafið lakkrísfolald.
 
Fagmenn SS sendu inn 31 vöru í keppnina og hlutu 30 vörur verðlaun, þar af 19 gullverðlaun. Þess má geta að Göngubiti og Lukkubiti, sem eru nýjar þurrverkaðar snakkpylsur á markaði, fengu báðar gullverðlaun. Auk þess var Hunangsskinkan frá SS kosin besta skinkan 2018. Forkeppnin fór fram á haustdögum þar sem dómnefnd Meistarafélags kjötiðnaðarmanna valdi þrjár bestu skinkurnar úr fjölda innsendra vara, þar átti SS tvær af þremur bestu skinkunum. Aðalkeppnin fór fram í febrúar í Kringlunni þar sem almenningur dæmdi á milli og bar Hunangsskinkan sigur úr býtum. 
Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...