Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Keppendur SS í fagkeppninni. Frá vinstri: Jónas Pálmar Björnsson verkstjóri, Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri, Oddur Árnason fagmálastjóri, Bjarki Sigurjónsson verkstjóri, Björgvin Bjarnason, gæðastjóri Reykjagarðs, Steinar Þórarinsson verkstjóri.
Keppendur SS í fagkeppninni. Frá vinstri: Jónas Pálmar Björnsson verkstjóri, Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri, Oddur Árnason fagmálastjóri, Bjarki Sigurjónsson verkstjóri, Björgvin Bjarnason, gæðastjóri Reykjagarðs, Steinar Þórarinsson verkstjóri.
Mynd / Björk Guðbrandsdóttir
Líf og starf 3. apríl 2018

Sigursælir kjötiðnaðarmenn hjá SS

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kjötiðnaðarmenn SS sýndu frábæra frammistöðu í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna og besta skinka Íslands 2018 sem fór nýlega fram. 
 
Oddur Árnason, fagmálastjóri SS, varð kjötmeistari Íslands árið 2018. Hann fékk auk þess verðlaun fyrir bestu vöruna úr nautakjöti, einnig fyrir reykgrafið Landnámsnaut, auk þess að fá Lambaorðuna fyrir Tindfjallahangikjet og verðlaun fyrir athyglisverðustu nýjungina fyrir Sveitakonfekt. Jónas Pálmar Björnsson, verkstjóri hjá SS, fékk verðlaun fyrir bestu vöruna úr hrossa/folaldakjöti fyrir grafið lakkrísfolald.
 
Fagmenn SS sendu inn 31 vöru í keppnina og hlutu 30 vörur verðlaun, þar af 19 gullverðlaun. Þess má geta að Göngubiti og Lukkubiti, sem eru nýjar þurrverkaðar snakkpylsur á markaði, fengu báðar gullverðlaun. Auk þess var Hunangsskinkan frá SS kosin besta skinkan 2018. Forkeppnin fór fram á haustdögum þar sem dómnefnd Meistarafélags kjötiðnaðarmanna valdi þrjár bestu skinkurnar úr fjölda innsendra vara, þar átti SS tvær af þremur bestu skinkunum. Aðalkeppnin fór fram í febrúar í Kringlunni þar sem almenningur dæmdi á milli og bar Hunangsskinkan sigur úr býtum. 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...