Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Keppendur SS í fagkeppninni. Frá vinstri: Jónas Pálmar Björnsson verkstjóri, Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri, Oddur Árnason fagmálastjóri, Bjarki Sigurjónsson verkstjóri, Björgvin Bjarnason, gæðastjóri Reykjagarðs, Steinar Þórarinsson verkstjóri.
Keppendur SS í fagkeppninni. Frá vinstri: Jónas Pálmar Björnsson verkstjóri, Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri, Oddur Árnason fagmálastjóri, Bjarki Sigurjónsson verkstjóri, Björgvin Bjarnason, gæðastjóri Reykjagarðs, Steinar Þórarinsson verkstjóri.
Mynd / Björk Guðbrandsdóttir
Líf og starf 3. apríl 2018

Sigursælir kjötiðnaðarmenn hjá SS

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kjötiðnaðarmenn SS sýndu frábæra frammistöðu í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna og besta skinka Íslands 2018 sem fór nýlega fram. 
 
Oddur Árnason, fagmálastjóri SS, varð kjötmeistari Íslands árið 2018. Hann fékk auk þess verðlaun fyrir bestu vöruna úr nautakjöti, einnig fyrir reykgrafið Landnámsnaut, auk þess að fá Lambaorðuna fyrir Tindfjallahangikjet og verðlaun fyrir athyglisverðustu nýjungina fyrir Sveitakonfekt. Jónas Pálmar Björnsson, verkstjóri hjá SS, fékk verðlaun fyrir bestu vöruna úr hrossa/folaldakjöti fyrir grafið lakkrísfolald.
 
Fagmenn SS sendu inn 31 vöru í keppnina og hlutu 30 vörur verðlaun, þar af 19 gullverðlaun. Þess má geta að Göngubiti og Lukkubiti, sem eru nýjar þurrverkaðar snakkpylsur á markaði, fengu báðar gullverðlaun. Auk þess var Hunangsskinkan frá SS kosin besta skinkan 2018. Forkeppnin fór fram á haustdögum þar sem dómnefnd Meistarafélags kjötiðnaðarmanna valdi þrjár bestu skinkurnar úr fjölda innsendra vara, þar átti SS tvær af þremur bestu skinkunum. Aðalkeppnin fór fram í febrúar í Kringlunni þar sem almenningur dæmdi á milli og bar Hunangsskinkan sigur úr býtum. 
Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...