Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sigmundur Ófeigsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Norðlenska
Fréttir 14. júlí 2015

Sigmundur Ófeigsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Norðlenska

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska mun láta af störfum innan tíðar samkvæmt gagnkvæmu samkomulagi. 

Stjórn félagsins mun auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra um mánaðarmótin og er undirbúningur þegar hafinn. Sigmundur mun gegna starfinu þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn.

Heiðrún Jónsdóttir, stjórnarformaður Norðlenska. “Sigmundur var ráðinn inn til Norðlenska árið 2001 og hefur stýrt félaginu í gegnum mikla uppbyggingu og náð að samþætta rekstur nokkurra félaga í eitt stórt og öflugt félag. Nú er hins vegar komið að því að leiðir skilji. 

Stjórn félagsins þakkar Sigmundi fyrir gott starf. Hann hefur verið öflugur framkvæmdastjóri sem hefur ekki eingöngu sett mark á félagið heldur á geirann í heild sinni. Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni.”

Sigmundur Ófeigsson “Ég stend sáttur upp úr stól framkvæmdastjóra og lít til baka með stolti eftir að hafa skapað, með sterkum hópi starfsfólks, öflugt og stórt matvælafyrirtæki. Ég vil þakka stjórn félagsins, eigendum og innleggjendum, svo og frábæru samstarfsfólki mínu fyrir gott samstarf. Ég er sannfærður um að þau munu halda áfram að gera gott félag enn betra.”

Norðlenska var stofnað á grunni Kjötiðnaðarstöð KEA árið 2000 er hún var sameinuð Kjötiðjunni á Húsavík. Í kjölfarið keypti félagið þrjár kjötvinnslur Goða hf. Á Akureyri eru höfuðstöðvar fyrirtækisins, stórgripasláturhús og kjötvinnsla, á Húsavík er sauðfjársláturhús og kjötvinnsla, á Höfn er sauðfjársláturhús og í Kópavogi er söluskrifstofa.

Eigandi Norðlenska er Búsæld, félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi. Ársvelta Norðlenska árið 2014 var um 5.200 m.kr og eru um 195 stöðugildi að meðaltali.

Skylt efni: Norðlenska

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...