Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Húnaþing vestra og Dalabyggð þreifa á sameiningarvilja.
Húnaþing vestra og Dalabyggð þreifa á sameiningarvilja.
Mynd / Bbl
Fréttir 3. febrúar 2025

Sameining til skoðunar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Könnunarviðræður um hugsanlega sameiningu eru að fara í gang milli Dalabyggðar og Húnaþings vestra.

Um miðjan desember sl. samþykktu sveitarstjórn Húnaþings vestra og Dalabyggðar að skipa fulltrúa í verkefnishóp til að skoða fýsileika formlegra viðræðna milli sveitarfélaganna um sameiningu. Hópurinn á að skila niðurstöðum fyrir 30. apríl nk.

Markmið hópsins er að kanna hvort grundvöllur sé fyrir sameiningu sveitarfélaganna. Viðræðurnar munu m.a. fela í sér mat á fjárhagsstöðu sveitarfélaganna, skipulagi og starfsemi og mat á væntum breytingum við mögulega sameiningu. Verkefnishópnum er falið að leita eftir sjónarmiðum íbúa í ferlinu.

Á næsta ári, 2026, er gert ráð fyrir að sveitarfélög telji minnst 1.000 íbúa. Í Húnaþingi vestra búa nú um 1.260 manns og í Dalabyggð 660. Haustið 2024 voru sveitarfélög 62 talsins en voru flest 229 talsins árið 1950. Miðað við núverandi íbúatölur allra sveitarfélaga má gera ráð fyrir að vel á þriðja tug sveitarfélaga þurfi að hugsa sinn gang í sameiningarmálum hvað líður.

Árétta bæði sveitarfélög að í óformlegum sameiningarviðræðum felist engin skuldbinding af þeirra hálfu. Reiknað er með að ef farið verði í formlegar viðræður gætu þær hafist næsta haust og íbúakosning færi þá fram snemma á næsta ári. Kosið yrði í sameinuðu sveitarfélagi samhliða sveitarstjórnarkosningum 2026.

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...