Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Húnaþing vestra og Dalabyggð þreifa á sameiningarvilja.
Húnaþing vestra og Dalabyggð þreifa á sameiningarvilja.
Mynd / Bbl
Fréttir 3. febrúar 2025

Sameining til skoðunar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Könnunarviðræður um hugsanlega sameiningu eru að fara í gang milli Dalabyggðar og Húnaþings vestra.

Um miðjan desember sl. samþykktu sveitarstjórn Húnaþings vestra og Dalabyggðar að skipa fulltrúa í verkefnishóp til að skoða fýsileika formlegra viðræðna milli sveitarfélaganna um sameiningu. Hópurinn á að skila niðurstöðum fyrir 30. apríl nk.

Markmið hópsins er að kanna hvort grundvöllur sé fyrir sameiningu sveitarfélaganna. Viðræðurnar munu m.a. fela í sér mat á fjárhagsstöðu sveitarfélaganna, skipulagi og starfsemi og mat á væntum breytingum við mögulega sameiningu. Verkefnishópnum er falið að leita eftir sjónarmiðum íbúa í ferlinu.

Á næsta ári, 2026, er gert ráð fyrir að sveitarfélög telji minnst 1.000 íbúa. Í Húnaþingi vestra búa nú um 1.260 manns og í Dalabyggð 660. Haustið 2024 voru sveitarfélög 62 talsins en voru flest 229 talsins árið 1950. Miðað við núverandi íbúatölur allra sveitarfélaga má gera ráð fyrir að vel á þriðja tug sveitarfélaga þurfi að hugsa sinn gang í sameiningarmálum hvað líður.

Árétta bæði sveitarfélög að í óformlegum sameiningarviðræðum felist engin skuldbinding af þeirra hálfu. Reiknað er með að ef farið verði í formlegar viðræður gætu þær hafist næsta haust og íbúakosning færi þá fram snemma á næsta ári. Kosið yrði í sameinuðu sveitarfélagi samhliða sveitarstjórnarkosningum 2026.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.