Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Húnaþing vestra og Dalabyggð þreifa á sameiningarvilja.
Húnaþing vestra og Dalabyggð þreifa á sameiningarvilja.
Mynd / Bbl
Fréttir 3. febrúar 2025

Sameining til skoðunar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Könnunarviðræður um hugsanlega sameiningu eru að fara í gang milli Dalabyggðar og Húnaþings vestra.

Um miðjan desember sl. samþykktu sveitarstjórn Húnaþings vestra og Dalabyggðar að skipa fulltrúa í verkefnishóp til að skoða fýsileika formlegra viðræðna milli sveitarfélaganna um sameiningu. Hópurinn á að skila niðurstöðum fyrir 30. apríl nk.

Markmið hópsins er að kanna hvort grundvöllur sé fyrir sameiningu sveitarfélaganna. Viðræðurnar munu m.a. fela í sér mat á fjárhagsstöðu sveitarfélaganna, skipulagi og starfsemi og mat á væntum breytingum við mögulega sameiningu. Verkefnishópnum er falið að leita eftir sjónarmiðum íbúa í ferlinu.

Á næsta ári, 2026, er gert ráð fyrir að sveitarfélög telji minnst 1.000 íbúa. Í Húnaþingi vestra búa nú um 1.260 manns og í Dalabyggð 660. Haustið 2024 voru sveitarfélög 62 talsins en voru flest 229 talsins árið 1950. Miðað við núverandi íbúatölur allra sveitarfélaga má gera ráð fyrir að vel á þriðja tug sveitarfélaga þurfi að hugsa sinn gang í sameiningarmálum hvað líður.

Árétta bæði sveitarfélög að í óformlegum sameiningarviðræðum felist engin skuldbinding af þeirra hálfu. Reiknað er með að ef farið verði í formlegar viðræður gætu þær hafist næsta haust og íbúakosning færi þá fram snemma á næsta ári. Kosið yrði í sameinuðu sveitarfélagi samhliða sveitarstjórnarkosningum 2026.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...