Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sætar kartöflur – sætuhnúðar
Á faglegum nótum 19. janúar 2015

Sætar kartöflur – sætuhnúðar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í heiminum er að finna um 50.000 plöntur sem teljast ætar. Þrátt fyrir það eru einungis þrjár, hrísgrjón, maís og hveiti, ríflega 60% af öllum plöntuafurðum sem fólk borðar.

Neysla á rótargrænmeti eins og rófum, radísum og gulrótum, hefur dregist talsvert saman á Vesturlöndum síðustu áratugina. Þrátt fyrir það er rótargrænmeti í hitabeltinu, yam, taro, kassava, maka og fleiri tegundir, um 20% af samanlagðri fæðu mannkyns og í sumum löndum Afríku hátt í 50% af fæðu íbúanna.

Samkvæmt upplýsingum á vef Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) eru sætar kartöflur í sjöunda sæti yfir þær plöntur sem mest er neytt af í heiminum. Á vefnum segir einnig að auðvelt sé að auka ræktun þeirra og draga þannig verulega úr hungursneyð í mörgum af fátækustu löndum heims.

Uppruni og útbreiðsla

Þrátt fyrir nafnið eiga sætar kartöflur fátt skylt með venjulegum kartöflum. Kartöflutengingin er því villandi og réttara að kalla þetta rótargrænmeti sætuhnúð eða sætuhnýði.

Uppruni sætuhnúða er í Mið-Ameríku en í dag eru þeir ræktaðir í hitabeltinu um allan heim en mest er neytt af þeim í Suðaustur-Asíu, eyjum Kyrrahafsins og latnesku Ameríku.

Sætuhnúðar eru ekki þekktir í sinni náttúrulegu mynd og því ljóst að plantan hefur verið í ræktun lengi. Fornleifarannsóknir í Mið-Ameríku benda til að hún hafi verið í ræktun í 8.000 til 10.000 ár og það gerir hana að einni elstu plöntu í ræktun sem vitað er um. Það var svo Kólumbus sem rambaði á eyjar í Karíbahafinu árið 1492 í stað þess að finna siglingaleið til Indlands og sagður hafa fundið Ameríku fyrir vikið, sem flutti nokkrar plöntur með sér til Spánar. Þaðan var plantan flutt til Afríku og Asíu.

Seinna fundust í ræktun sætuhnúðar á nokkrum eyjum í Pólinesíu. Ekki er vitað hvernig þeir bárust þangað en norski landkönnuðurinn Thor Heyerdahl taldi það sönnun um siglingar milli Suður-Ameríku og eyja í Pólinesíu á reyrbátum löngu fyrr en ætlað er. Kenning Heyerdahl um að menn hafi flutt sætuhnúða yfir Kyrrahafið fyrir tíma landafunda Evrópumanna hefur verið gagnrýnd með þeim rökum að ekkert mæli gegn því að fræ eða rætur hafi getað borist þessa leið með fuglum eða rekavið.

30% heimsframleiðslunnar í dýrafóður

Heimsframleiðsla á sætuhnúðum var 106 milljón tonn árið 2011 og er neysla þeirra mest í Asíu.

Af löndum heims rækta Kínverjar yfir 90% allra sætuhnúða og er stærstum hluta framleiðslunnar neytt innanlands. Af öðrum löndum sem framleiða talsvert af sætuhnúðum má nefna Indónesíu, Indland, Víetnam, Afríkuríkin Rúanda og Úganda, auk þess sem einhver framleiðsla er í Suður-Ameríku og Eyjaálfunni.

Talsvert er framleitt af sætuhnúðum í suðurríkjum Bandaríkjanna, Norður-Karólínu, Mississippi, Loisiana og einnig í Kaliforníu. Þrátt fyrir að framleiðsla Bandaríkjanna á sætuhnúðum sé ekki nema um 1% af heimsframleiðslunni og að þeir flytji ekki út nema 7,6% af sinni framleiðslu eru um 1/3 af sætuhnúðum á heimsmarkaði upprunninn í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru því stærsti útflytjandi sætuhnúða í heiminum í dag og eru Kanadamenn, Hollendingar og Bretar stærstu kaupendurnir.

Þegar horft er til nytja á sætuhnúðum er 50% heimsframleiðslunnar borðuð af mannfólki, 30% er nýtt sem dýrafóður, aðallega fyrir svín. Restin er nýtt til að brugga úr áfengi, sem útsæði eða annarra nytja.

Japanir eru allra þjóða iðnastar við að framleiða áfengi úr sætuhnúðum. Vínið kallast shochu og er 35% af styrkleika.

Samkvæmt upplýsingum frá Bönunum ehf., sem er stærsti innflytjandi sætuhnúða hér á landi, eru nánast allir sætuhnúðar sem þeir flytja inn upprunnir í Bandaríkjunum.

Vinsældir sætuhnúða, sem skornir eru í strimla eins og franskar kartöflur eða flögur, hafa farið ört vaxandi undanfarin misseri og margfaldað markaðshlutdeild og virði þeirra.

Hitakær planta

Latínuheiti sætuhnúða er Ipomoea batatas og er plantan af vafklukkuætt en ekki náttskuggaætt eins og kartöflur. Skriðlæg eða klifrandi jurt með dökkgrænum blöðum sem getur ná 3 til 5 metra hæð. Blómin eru hvít eða bleik og lúðurlaga. Rótin er ílöng forðarót með brúnrauða eða brúnappelsínugula húð en ljós, gul eða appelsínugul að innan. Plantan er fjölær en yfirleitt ræktuð sem einær.

Plantan þrífst best milli 40° norðlægrar og 30° suðlægrar breiddar og upp í 2.500 hæð yfir sjávarmáli. Kjörhitastig við ræktun er 20 °C og má hitastigið helst ekki fara niður fyrir 15° eða upp fyrir 35° á ræktunartímanum.

Plantan gerir litlar kröfur til jarðvegs en þolir illa mikla bleytu. Tilraunir sýna að hnúðarnir dafna best í eilítið súrum jarðvegi, pH 5,5 til 6,5. Sætuhnúðar eru því vel ræktanlegir í þurrum og næringarsnauðum jarðvegi án þess að notaður sé mikill áburður. Þar sem hitastig og loftraki er plöntunni hagstætt er yfirleitt nóg að setja niður græðling eða rót í rakan jarðveg og láta plöntuna vera þar til kemur að uppskeru þremur til sex mánuðum síðar.

Hnýðin geymast vel í jarðvegi í óveðrum og oft ræktuð á svæðum þar sem fellibylir eru algengir sem varabirgðir falli annar nytjagróður. Annars geymast hnýðin ekki vel eftir að þau eru tekin upp. Talsvert er um að sjúkdómar og meindýr leggist á plönturnar þar sem þær eru ræktaðar í einræktun í stórum stíl.

Þrátt fyrir ótal afbrigði af sætuhnúðum eru þeir sem fást í verslunum aðallega tvenns konar og er annað mýkra en hitt að innan. Mýkra afbrigðið er appelsínugult á litinn, sætara á bragðið og mýkra undir tönn eftir suðu en það ljósgula rammara og harðara undir tönn. Megnið af sætuhnúðum sem framleiddir eru í Bandaríkjunum, og fluttir eru hingað til lands, eru af mýkri og sætari gerðinni.

Bakaðir í ofni eða soðnir í potti

Sætuhnúðar eru góðir orkugjafar sem innihalda mikið af A- og C-vítamíni og steinefnum. Soðnir og stappaðir hnúðar með eilitlu af kókosolíu eru sagðir prýðilegur og ódýr barnamatur. Blöð plöntunnar má þurrka og nota í te.

Best er að matreiða ljósa eða gula hnúða með suðu en bleika með því að hita þá í ofni. 

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi
Fréttir 27. febrúar 2024

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi

Deildarfundur garðyrkjubænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar ...