Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Rúm sjö tonn af fræi
Fréttir 12. mars 2018

Rúm sjö tonn af fræi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlega kom út ársskýrsla um samstarfsverkefnið Bændur græða landið, fyrir árið 2017. Bændur græða landið er samstarfsverkefni Landgræðslunnar og landeigenda um stöðvun rofs og uppgræðslu heimalanda.

Á árinu 2017 voru skráðir þátttakendur 548, af þeim voru á árinu 499 virkir þátttakendur. Í skýrslunni segir að þátttakendur í verkefninu hafi í heildina borið á 1063,9 tonn af áburði og sáð 7.170 kíló af fræi.

Samstarfsverkefni bænda og Landgræðslunnar

Bændur græða landið er samstarfsverkefni bænda og Landgræðslunnar um uppgræðslu heimalanda. Verkefninu var formlega hleypt af stokkunum árið 1994 en fyrirrennarinn var óformlegra samstarf bænda og Landgræðslunnar um uppgræðslu á heimalöndum.

Markmið verkefnisins er einkum uppgræðsla heimalanda og skilyrði fyrir þátttöku í verkefninu er að á landinu séu lítt eða ógróin svæði og að beitarálag þar sé hóflegt. Starfsmenn Landgræðslunnar sjá um faglega ráðgjöf og eftirlit með verkefninu en þátttakendur sjá um beina vinnu við verkefnið, s.s. pöntun á áburði, áburðargjöf og sáningu. Landgræðsla ríkisins styrkir bændur um 85% af verði uppgræðsluáburðar og lætur þeim í té fræ ef þess gerist þörf.

Kostnaður

Sértekjur verkefnisins voru framlög sveitarfélaga sem námu ríflega 3,5 milljónum króna. Kostnaður vegna verkefnisins var rúmar 68 milljónir króna.

Í lokaorðum skýrslunnar segir að verkefnið eigi upphaf sitt í svokölluðu heimalandaverkefnis sem hófst árið 1990 og hefur því verið rekið með nær óbreyttu sniði í 27 ár. Frá upphafi hefur BGL verið eitt af mikilvægustu verkefnum Landgræðslunnar og fyllilega sannað gildi sitt.

Í gegnum verkefnið hefur fjölmörgum hekturum ógróins eða illa farins lands verið umbreytt í gróið land, jarðvegsrof hefur verið stöðvað, auk þess sem verkefnið er grundvöllur öflugs og náins samstarfs Landgræðslunnar við bændur og aðra landeigendur um allt land.

Með verkefninu hefur skilningur bænda á landnotkun og landgræðslu aukist og einnig hefur bæst verulega í þekkingarbrunn Landgræðslunnar.

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Rósa
17. júlí 2023

Rósa

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi