Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Frá afhendingu viðurkenninga í Eyjafjarðarsveit, frá vinstri eru Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri, Eggert Eggertsson, staðarhaldari að Laugarborg, Anna Guðmundsdóttir og Páll Ingvarsson á Reykhúsum ytri og þá Hákon Bjarki Harðarson, formaður umhverfisn
Frá afhendingu viðurkenninga í Eyjafjarðarsveit, frá vinstri eru Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri, Eggert Eggertsson, staðarhaldari að Laugarborg, Anna Guðmundsdóttir og Páll Ingvarsson á Reykhúsum ytri og þá Hákon Bjarki Harðarson, formaður umhverfisn
Mynd / Eyjafjarðarsveit
Fréttir 9. ágúst 2016

Reykhús ytri og Laugarborg hlutu viðurkenningar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Ábúendur að Reykhúsum ytri og staðarhaldari í Laugaborg tóku á móti umhverfisverð- launum Eyjafjarðarsveitar fyrir tímabilið 2015 til 2017 nú nýverið. Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar eru afhent annað hvert ár. Markmiðið er að sýna þakklæti fyrir lofsvert framtak til fegrunar umhverfisins og auka umhverfisvitund íbúa sveitarfélagsins.

Hákon Bjarki Harðarson, formaður umhverfisnefndar, afhenti verðlaunin en þau hlutu að þessu sinni Anna Guðmundsdóttir og Páli Ingvarsson á Reykhúsum ytri og hins vegar Laugarborg vegna framlags þeirra til umhverfismála og fegrunar umhverfis.

Rækta jólatré

Anna og Páll hafa í áranna rás látið skógrækt mjög til sín taka og hafa gengið vasklega fram á þeim vettvangi. Þau hafa aflað sér mikillar þekkingar á skógrækt, meðal annars með því að sækja fjölmörg námskeið. Þau hafa með margvíslegum hætti tekið þátt í starfi skógræktarfélaga auk þess að hafa kappkostað að gera skógarsvæðið í landi sínu aðgengilegt með grisjun og stígalagningu. Meðal áhugaverðustu verkefna þeirra þessi misserin er jólatrjá- rækt og má jafnvel gera ráð fyrir að skógrækt Reykhúsahjóna nái inn í stofur Eyfirðinga þegar á næstu jólum.

Einstök natni og metnaður

Eggert Eggertsson, staðarhaldari að Laugarborg, hefur undanfarin ár sýnt einstaka natni og metnað við fegrun og viðhald Laugarborgar svo tekið er eftir. Laugarborg er áberandi hús í sveitarfélaginu þar sem það stendur og mikilsvert fyrir umhverfið að sómi sé að byggingunni. Tónleikahald hefur löngum verið helsta hlutverk Laugarborgar, en nú hefur húsið í vaxandi mæli orðið eftirsóttara fyrir hvers kyns samkomur og veisluhöld, svo sem brúðkaup og fermingar og mikið um að vera í sumar hjá Eggerti. Ekki er um að efast að framlag hans er snar þáttur í betri nýtingu hússins. Því er umhverfisverðlaunum vel fyrir komið hjá Laugarborg.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.