Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Íbúar Reykhólahrepps hefja þátttöku í verkefni Byggðastofnunar á nýju ári.
Íbúar Reykhólahrepps hefja þátttöku í verkefni Byggðastofnunar á nýju ári.
Mynd / Sveinn Ragnarsson
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður milli Byggðastofnunar, Reykhólahrepps og Vestfjarðastofu.

Áætlað er að íbúaþing verði haldið fljótlega á nýju ári þar sem viðstöddum gefst tækifæri á að móta áherslur í verkefninu með hagsmunamál Reykhólahrepps í huga. Sú nýbreytni er að samningur um verkefnið verður til fimm ára, til loka árs 2029, en áður var grunnsamningur til fjögurra ára.

Í Reykhólahreppi eru um 240 íbúar, þar af býr helmingur íbúanna á Reykhólum, en mikið er lagt upp úr tómstunda- og félagsstarfi í samstarfi við nágrannasveitarfélögin.

Þróunarverkefnið Brothættar byggðir hefur hlotið víðtæka sátt á landsvísu samkvæmt könnun sem gerð var meðal styrkhafa fyrir um ári síðan og birtist á vef Byggðastofnunar.

Kristján Þ. Kristjánsson og Helga Harðardóttir, fulltrúar Byggðastofnunar, segja tilhlökkunarefni að hefja verkefnið, nú hið fimmtánda í röðinni – og standi vonir til þess að íbúar hreppsins taki þátt af fullum krafti. Mikill samhljómur hafi verið hjá styrkhöfum um mikilvægi samráðs við íbúa og að unnið sé út frá verkefnisáætlun í hverju byggðarlagi. Nú sé óskað eftir verkefnastjóra sem mun hafa aðstöðu í sveitarfélaginu.

Skylt efni: brothættar byggðir

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...