Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Íbúar Reykhólahrepps hefja þátttöku í verkefni Byggðastofnunar á nýju ári.
Íbúar Reykhólahrepps hefja þátttöku í verkefni Byggðastofnunar á nýju ári.
Mynd / Sveinn Ragnarsson
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður milli Byggðastofnunar, Reykhólahrepps og Vestfjarðastofu.

Áætlað er að íbúaþing verði haldið fljótlega á nýju ári þar sem viðstöddum gefst tækifæri á að móta áherslur í verkefninu með hagsmunamál Reykhólahrepps í huga. Sú nýbreytni er að samningur um verkefnið verður til fimm ára, til loka árs 2029, en áður var grunnsamningur til fjögurra ára.

Í Reykhólahreppi eru um 240 íbúar, þar af býr helmingur íbúanna á Reykhólum, en mikið er lagt upp úr tómstunda- og félagsstarfi í samstarfi við nágrannasveitarfélögin.

Þróunarverkefnið Brothættar byggðir hefur hlotið víðtæka sátt á landsvísu samkvæmt könnun sem gerð var meðal styrkhafa fyrir um ári síðan og birtist á vef Byggðastofnunar.

Kristján Þ. Kristjánsson og Helga Harðardóttir, fulltrúar Byggðastofnunar, segja tilhlökkunarefni að hefja verkefnið, nú hið fimmtánda í röðinni – og standi vonir til þess að íbúar hreppsins taki þátt af fullum krafti. Mikill samhljómur hafi verið hjá styrkhöfum um mikilvægi samráðs við íbúa og að unnið sé út frá verkefnisáætlun í hverju byggðarlagi. Nú sé óskað eftir verkefnastjóra sem mun hafa aðstöðu í sveitarfélaginu.

Skylt efni: brothættar byggðir

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...