Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Íbúar Reykhólahrepps hefja þátttöku í verkefni Byggðastofnunar á nýju ári.
Íbúar Reykhólahrepps hefja þátttöku í verkefni Byggðastofnunar á nýju ári.
Mynd / Sveinn Ragnarsson
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður milli Byggðastofnunar, Reykhólahrepps og Vestfjarðastofu.

Áætlað er að íbúaþing verði haldið fljótlega á nýju ári þar sem viðstöddum gefst tækifæri á að móta áherslur í verkefninu með hagsmunamál Reykhólahrepps í huga. Sú nýbreytni er að samningur um verkefnið verður til fimm ára, til loka árs 2029, en áður var grunnsamningur til fjögurra ára.

Í Reykhólahreppi eru um 240 íbúar, þar af býr helmingur íbúanna á Reykhólum, en mikið er lagt upp úr tómstunda- og félagsstarfi í samstarfi við nágrannasveitarfélögin.

Þróunarverkefnið Brothættar byggðir hefur hlotið víðtæka sátt á landsvísu samkvæmt könnun sem gerð var meðal styrkhafa fyrir um ári síðan og birtist á vef Byggðastofnunar.

Kristján Þ. Kristjánsson og Helga Harðardóttir, fulltrúar Byggðastofnunar, segja tilhlökkunarefni að hefja verkefnið, nú hið fimmtánda í röðinni – og standi vonir til þess að íbúar hreppsins taki þátt af fullum krafti. Mikill samhljómur hafi verið hjá styrkhöfum um mikilvægi samráðs við íbúa og að unnið sé út frá verkefnisáætlun í hverju byggðarlagi. Nú sé óskað eftir verkefnastjóra sem mun hafa aðstöðu í sveitarfélaginu.

Skylt efni: brothættar byggðir

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...