Sérstakt ákvæði er í reglugerðinni um nytjar á klóþangi, en gæta þarf þess að festa plantna skaðist ekki við þangslátt.
Sérstakt ákvæði er í reglugerðinni um nytjar á klóþangi, en gæta þarf þess að festa plantna skaðist ekki við þangslátt.
Mynd / Bbl
Fréttir 1. október 2024

Reglur um öflun sjávargróðurs

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Reglugerð um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni hefur nýlega verið gefin út.

Þar er kveðið á um að enginn geti stundað öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni í fiskveiðilandhelgi Íslands nema með tilskildum leyfum.

Leyfi eru háð nokkrum skilyrðum. Þarf leyfishafi að hafa gert nýtingaráætlun um öflun sjávargróðurs sem gildi að minnsta kosti í fimm ár í senn, skal áætlun uppfærð áður en öflun sjávargróðurs hefst á hverju ári. Í henni skal greina hvaða tæki verði hagnýtt við öflun, hversu miklu magni af sjávargróðri verði aflað, hvar öflun fari fram og eftir atvikum hvaða svæði verði hvíld til að örva endurvöxt. Skal áætlunin byggjast á mati á lífmassa og líklegu aðgengi.

Leitast skal við að gera grein fyrir áhrifum nýtingar á umhverfið, þar með talið áhrifum á viðveru og áhrifum truflunar á atferli fiska, hryggleysingja, sjávarspendýra og fugla með hliðsjón af þeim tækjum og aðferðum sem verða hagnýtt.

Sérstakt ákvæði er um slátt á klóþangi, þar sem fram kemur að gæta þurfi þess að festa plantna skaðist ekki við þangslátt.

Til að koma í veg fyrir staðbundna ofnýtingu á tilteknum stofni getur ráðherra ákveðið að öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni utan netlaga sé auk almenns veiðileyfis háð sérstöku leyfi Fiskistofu. Í slíkum tilfellum er gerð krafa um almennt veiðileyfi ásamt nýtingarleyfi til öflunar sjávargróðurs.

Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...