Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sérstakt ákvæði er í reglugerðinni um nytjar á klóþangi, en gæta þarf þess að festa plantna skaðist ekki við þangslátt.
Sérstakt ákvæði er í reglugerðinni um nytjar á klóþangi, en gæta þarf þess að festa plantna skaðist ekki við þangslátt.
Mynd / Bbl
Fréttir 1. október 2024

Reglur um öflun sjávargróðurs

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Reglugerð um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni hefur nýlega verið gefin út.

Þar er kveðið á um að enginn geti stundað öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni í fiskveiðilandhelgi Íslands nema með tilskildum leyfum.

Leyfi eru háð nokkrum skilyrðum. Þarf leyfishafi að hafa gert nýtingaráætlun um öflun sjávargróðurs sem gildi að minnsta kosti í fimm ár í senn, skal áætlun uppfærð áður en öflun sjávargróðurs hefst á hverju ári. Í henni skal greina hvaða tæki verði hagnýtt við öflun, hversu miklu magni af sjávargróðri verði aflað, hvar öflun fari fram og eftir atvikum hvaða svæði verði hvíld til að örva endurvöxt. Skal áætlunin byggjast á mati á lífmassa og líklegu aðgengi.

Leitast skal við að gera grein fyrir áhrifum nýtingar á umhverfið, þar með talið áhrifum á viðveru og áhrifum truflunar á atferli fiska, hryggleysingja, sjávarspendýra og fugla með hliðsjón af þeim tækjum og aðferðum sem verða hagnýtt.

Sérstakt ákvæði er um slátt á klóþangi, þar sem fram kemur að gæta þurfi þess að festa plantna skaðist ekki við þangslátt.

Til að koma í veg fyrir staðbundna ofnýtingu á tilteknum stofni getur ráðherra ákveðið að öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni utan netlaga sé auk almenns veiðileyfis háð sérstöku leyfi Fiskistofu. Í slíkum tilfellum er gerð krafa um almennt veiðileyfi ásamt nýtingarleyfi til öflunar sjávargróðurs.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.