Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ráðstefna um framtíðarstefnu í baráttu gegn eyðimerkurmyndun
Fréttir 11. október 2017

Ráðstefna um framtíðarstefnu í baráttu gegn eyðimerkurmyndun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegar var haldið í Mongólíu á vegum Sameinuðu þjóðanna þing þar sem rætt var um framtíðarstefnu í baráttunni við eyðimerkurmyndun.

Stefna í starfi samningsins um varnir gegn myndun eyðimarka, til næstu tólf ára, var til umfjöllunar á þinginu. Meginþema þingsins var að leita leiða til að snúa að endurheimt landgæða og baráttu gegn eyðimerkurmyndun, að draga úr áhrifum þurrka og auka þanþol vistkerfa, að bæta lífsskilyrði samfélaga sem verða fyrir áhrifum eyðimerkurmyndunar og að virkja fjármagn betur í þágu þessara markmiða.

Eyðimerkursamningurinn, eins og samningurinn er oft nefndur, er einn af þremur lykilsamningum Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál, sem gengið var frá á Ríó-ráðstefnunni 1992. Hinir eru Loftslagssamningur S.þ. og Samningurinn um vernd líffræðilegrar fjölbreytni.

Í frétt á vef  umhverfisráðuneytisins segir að í öllum heimsálfum sé unnið að verkefnum sem snúa að stöðvun eyðimerkurmyndunar og endurheimt landgæða og 110 þjóðir hafa nú þegar sett sér markmið um að ná jafnvægi á milli landhnignunar og endurheimtar landgæða árið 2030.

Ísland var með fulltrúa á þinginu sem lauk 16. september síðastliðinn en það var þrettánda aðildarríkjaþing samnings Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Þingið var haldið í borginni Ordos í Innri Mongólíu í Kína. 

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.