Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ráðstefna um framtíðarstefnu í baráttu gegn eyðimerkurmyndun
Fréttir 11. október 2017

Ráðstefna um framtíðarstefnu í baráttu gegn eyðimerkurmyndun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegar var haldið í Mongólíu á vegum Sameinuðu þjóðanna þing þar sem rætt var um framtíðarstefnu í baráttunni við eyðimerkurmyndun.

Stefna í starfi samningsins um varnir gegn myndun eyðimarka, til næstu tólf ára, var til umfjöllunar á þinginu. Meginþema þingsins var að leita leiða til að snúa að endurheimt landgæða og baráttu gegn eyðimerkurmyndun, að draga úr áhrifum þurrka og auka þanþol vistkerfa, að bæta lífsskilyrði samfélaga sem verða fyrir áhrifum eyðimerkurmyndunar og að virkja fjármagn betur í þágu þessara markmiða.

Eyðimerkursamningurinn, eins og samningurinn er oft nefndur, er einn af þremur lykilsamningum Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál, sem gengið var frá á Ríó-ráðstefnunni 1992. Hinir eru Loftslagssamningur S.þ. og Samningurinn um vernd líffræðilegrar fjölbreytni.

Í frétt á vef  umhverfisráðuneytisins segir að í öllum heimsálfum sé unnið að verkefnum sem snúa að stöðvun eyðimerkurmyndunar og endurheimt landgæða og 110 þjóðir hafa nú þegar sett sér markmið um að ná jafnvægi á milli landhnignunar og endurheimtar landgæða árið 2030.

Ísland var með fulltrúa á þinginu sem lauk 16. september síðastliðinn en það var þrettánda aðildarríkjaþing samnings Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Þingið var haldið í borginni Ordos í Innri Mongólíu í Kína. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...