Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Muskin, sveppaleður, fundið upp af fyrirtækinu Zero Grado Espace og framleitt án mengandi efna.
Muskin, sveppaleður, fundið upp af fyrirtækinu Zero Grado Espace og framleitt án mengandi efna.
Fréttir 28. mars 2022

Plöntuleður

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Gerð sveppaleðurs er nú ásamt öðrum plöntuleðrum, að ryðja sér rúms í stað vinnslu dýrahúða er notaðar hafa verið grimmt í tískuvörur að minnsta kosti síðastliðinn árhundruð.

Um er að ræða sjálfbæra lífræna ræktun, en sveppi er hægt að rækta án mengandi efna og eftir notkun má meðal annars nýta úrganginn sem lífrænan áburð. Með því er komið á algerlega hringrænu hagkerfi þar sem tekið er til mismunandi stiga, allt frá framleiðslu og nýtingu til úrgangsstjórnunar og markaðar fyrir endurunnin hráefni.

Að auki getur leðurframleiðsla úr sveppum komið í stað dýraeldis undir merkjum iðnaðar þar sem dýr eru gjarnan ræktuð til þess eins að vera slátrað og húð þeirra nýtt í tískuvarning.

Rakadrægt og létt leður

Leður sveppa er framleitt úr stærsta hluta hans, svokölluðum sveppaþráðum, sem má finna neðan­jarðar og mynda gríðarlega stórt net sem hefur verið kallað mýsli (lat.mycelium). Þeir sem standa í þessari framleiðslu velja gjarnan undirlag þar sem sveppir myndast og vaxa auðveldlega, líkt og sag, viðarflögur og slíkt – en þá er það vætt og sett í þartilgerða poka sem eru sótthreinsaðir svo bakteríur hægi ekki á vaxtarferlinu.

Til að ná sem bestum árangri þarf síðan að gæta að raka, loftræstingu og hitastigi svo sveppaþræðirnir fjölgi sér hvað mest. Þegar æskilegri stærð er náð er pokinn opnaður og innihaldinu þjappað saman. Á þessum tímapunkti geta framleiðendur breytt áferð og lit þráðamassans, áður en hann er flattur út og þurrkaður, en með lagni kemur útkoman til með að líkjast öllu frá kúa- til krókódíla- eða slönguskinnsleðri.

Komið hefur í ljós að þær vörur sem unnar eru úr leðrinu valda ekki húðertingu hjá fólki sem viðkvæmt er fyrir og dregur leðrið í sig svita án þess að mynda lykt – t.a.m. í tilvikum eins og við notkun íþróttaskóa – enda taka sveppir í sig mikinn raka við eðlilegar aðstæður. Reyndar þykir leðrið bæði létt og sveigjanlegt og góður kostur sem rakadræg einangrun.

Stutt ræktunarferli og siðferðislega jákvætt

Eitt stærsta fyrirtæki sveppaleðurs heitir Bolt Threads, og nefndu þeir sitt vinsælasta leður Mylo. Forsvarsmenn Bolt Threads eru afar jákvæðir í garð þess að skipta sveppum út fyrir nautgripi er kemur að leðurræktun. Þeir eru miklir talsmenn þess að fólk geri sér grein fyrir að utan siðferðislega hlutans er varðar leðuriðnað dýraræktenda, þarf einungis vatn og rafmagn við ræktun sveppa í stað alls þess er viðkemur dýraeldi – auk þess sem mun styttra ræktunarferli á sér stað – dagar í stað ára.

Einnig vilja þeir benda á að þar sem dýraleður er manngerð vara er það pakkað af kemískum efnum og öðrum innihaldsefnum til að gefa því aukinn glans, sveigjanleika, lykt og svo framvegis. Ágætt er svo að hafa í huga, ef fólk velur að klæðast gervileðrinu gamla, þá er það búið til úr eitruðum efnum eins og pólýúretani og PVC – á meðan sveppaleður er gert á náttúrulegan hátt.

Hvað varðar framleiðslukostnað sveppaleðurs stendur hann reyndar til jafns við framleiðslu hágæða dýraleðurs, ef tekið er til framboðs og eftirspurnar dagsins í dag, en allar líkur eru á að kostnaðurinn lækki verulega þegar það breytist. Auðvitað eru þeir til sem kjósa upprunalegt alvöru leður með lyktinni og öllu sem því fylgir – en hafa skal í huga, að auk annars sem áður hefur verið nefnt, myndast við framleiðslu leðurs gífurleg mengun.

Leður – tilbúið til sölu – hefur farið í gegnum langt ferli sútunarstöðva þar sem það er meðhöndlað með fjölda efnasambanda, meðal annars í formi litarefna.

Krómsútun vinsæl

Krómsútun leðurs fer fram víða en eitt algengasta vandamál sútunarstöðva er krómmengun. Við krómsútun eru notuð sérstök efnasambönd, oftast krómálún með sóda eða annarri basískri upplausn sem allt of oft kemst í umhverfi, jarðveg, mat eða annað í nærliggjandi samfélögum.

Króm getur ollið eitureinkennum á borð við lifrar- og nýrnabilun, lungnakrabbamein og ótímabæra heilabilun. Að auki sýna rannsóknir að loft og jarðvegur í kringum sútunarstöðvar er svo eitrað að gróðursælir staðir breytast fljótlega í froðukennd fen. Þrátt fyrir að reglur hafi verið settar til að stöðva slíka mengun síðan 1986, halda sútunarverksmiðjur áfram að nota eitruð efni.

Að auki

Rétt er að geta þess að auk gerðar sveppaleðurs eru nú tilraunir hafnar með leðurgerð úr m.a. eplum, ananas og kaktusplöntum. (Sjá t.d. á vefsíðu www.ananas-anam.com/)

Skylt efni: Sveppaleður | leður

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...