Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Óviss framtíð lausagöngu
Fréttir 19. júlí 2023

Óviss framtíð lausagöngu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Álit umboðsmanns Alþingis um lausagöngu sauðfjár, sem kom út í október á síðasta ári, hefur komið af stað miklum skoðanadeilum um lagalegan grundvöll sauðfjárbeitar.

Báðir hagsmunahópar telja sig hafa rétt fyrir sér, þ.e. þeir sem telja álitið breyta öllu og hér eftir þurfi að girða allt sauðfé inni, og þeir sem segja álitið hafa lítil áhrif á óbreytt ástand. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, telur í ljósi þessa ekki ólíklegt að deilumál um túlkun á lagagreinum um lausagöngu rati fyrir dómstóla. Túlkun Bændasamtakanna sé sú að lausaganga sé heimil.

Kristín Magnúsdóttir, lögfræðingur og landeigandi á Snæfellsnesi, segir álit umboðsmanns breyta öllu og þetta sé aðeins upphafið að miklum breytingum á lausagöngu hérlendis. Samkvæmt henni komi skýrt fram í álitinu að lausaganga í leyfisleysi sé brot á friðhelgum eignarrétti, sem varinn sé í stjórnarskránni. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir óvissu sveitarfélaga vera mjög mikla. Hann getur ekki svarað því hvort sveitarfélaginu beri sannarlega að smala og fjölmargar spurningar hafa vaknað um hvernig sveitarfélaginu beri að sjá um framkvæmdina. Sveitarfélögin óska eftir skýrum leiðbeiningum um hvernig þau skuli sinna vandaðri stjórnsýslu. Álitið gefi engar leiðbeiningar hvernig framfylgja skuli þeim lögum sem umboðsmaður telur rétthærri.

– Sjá nánar á síðum 20–22. í nýju Bændablaði sem kom út í dag

Skylt efni: lausaganga sauðfjár

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...