Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Ostur með viðbættri jurtafitu verði tollfrjáls
Fréttir 20. febrúar 2025

Ostur með viðbættri jurtafitu verði tollfrjáls

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Áform eru um breytingu á tollflokkun á mjólkurosti með viðbættri jurtafitu þannig að slíkar vörur falli í tollfrjálsan tollflokk.

Þau koma fram í máli númer 14 í þingmálaskrá fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem frumvarp er kynnt um breytingar á ýmsum lögum, þar með töldum tollalögum.

Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfestur var í Landsrétti í byrjun árs 2022, var kveðið upp úr með að greiða ætti toll af tilteknum osti sem var með viðbættri jurtafitu. Í áformunum er vitnað í álit Alþjóðatollastofnunarinnar (WCO) frá því í mars 2023 sem hafi ekki verið í samræmi við áðurnefnda niðurstöðu íslenskra dómstóla. Þar kemur fram að samkvæmt 189. grein tollalaga sé heimilt að gera nauðsynlegar breytingar á íslensku tollskránni til samræmis við úrskurði eða álit WCO. Nú sé því áformað að innleiða túlkun WCO og því þurfi að breyta tollskránni með lagabreytingu. Lagabreytingin mun ekki hafa afturvirkt gildi.

Tollflokkunin verði í samræmi við álit WCO

Í svari Jóns Steindórs Valdimarssonar, aðstoðarmanns Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn um tilgang frumvarpsins, segir að Ísland sé aðili að alþjóðlegum samningi um samræmda vörulýsingar- og vöruheitaskrá.

Hann segir að niðurstöður dómstóla í fyrrgreindu dómsmáli hafi ekki verið í samræmi við túlkun WCO. Þá hafi Evrópusambandið (ESB) gert athugasemdir við núgildandi fyrirkomulag og talið það vera viðskiptahindrun. Samkvæmt tollalögum sé heimilt að gera nauðsynlegar breytingar á íslensku tollskránni til samræmis við úrskurði eða álit WCO.

„Fjármálaráðuneytið hefur haft þessi mál til skoðunar og nýr fjármálaráðherra ákvað að leggja fram umrætt frumvarp til breytingar á íslensku tollskránni þannig að tollflokkun verði framvegis í samræmi við fyrrnefnt álit WCO, og þar með í samræmi við þær þjóðréttarlegu skuldbindingar sem felast í aðild Íslands að WCO og fyrrnefndum samningi um samræmdu tollskrána,“ segir í svari Jóns Steindórs.

Ígildi ársframleiðslu 60 kúabúa

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Mjólkursamsölunnar, segist draga þá ályktun af málinu að breyta eigi íslensku tollskránni þannig að mjólkurvörur sem innihalda að einhverju leyti jurtafitu, falli í tollfrjálsa tollflokka undir vörulið 2106 í íslensku tollskránni.

„Vörur sem innihalda 85–90 prósent mjólkurhráefni en einungis 10–15 prósent hráefni úr jurtaríkinu, á hér að fara að flokka sem jurtavörur með opinberu inngripi sem að auki ómerkir þegar fengnar niðurstöður dómstóla hér á landi.

Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á íslenskan markað fyrir mjólkurafurðir og þar með íslenska mjólkurframleiðendur. Umrædd vara, rifinn ostur, er ígildi ársframleiðslu 60 kúabúa í dag. Ef þetta á að taka til fleiri vara erum við að tala um tugi milljóna lítra til viðbótar.“

– Framhald á síðu 2. í nýju Bændablaði sem kom út í dag

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.