Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Opið fyrir umsóknir
Mynd / Lily Banse, Unsplash
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.

Þetta verður í fimmta sinn sem úthlutað er úr Matvælasjóð, en hlutverk hans er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu.

Sjóðurinn veitir styrki í fjórum flokkum; Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi um allt að þrjár milljónir króna, Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu um allt að 30 m.kr., Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi og leiða af sér afurð, sem er þó ekki tilbúin til markaðssetningar um allt að 30 m.kr. og Fjársjóður styrkir sókn á markaði og hjálpar fyrirtækjum að koma sínum verðmætum á framfæri um allt að 30 m.kr.

Úthlutað var fyrst úr sjóðnum árið 2020, þá hlutu 62 verkefni samtals 480 m.kr. Árið 2021 hlutu 64 verkefni styrki upp á alls 566,6 m.kr. Árið 2022 hlutu 58 verkefni samtals 584,6 m.kr. Í fyrra var úthlutað 577 m. kr. fyrir 53 verkefni.

Umsóknarfrestur er til og með 29. febrúar en tekið er við umsóknum í gegnum afurd.is.

Skylt efni: matvælasjóður

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Manstu vorið?
10. september 2024

Manstu vorið?

Frekari fækkun sláturgripa
12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum