Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Opið fyrir umsóknir
Mynd / Lily Banse, Unsplash
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.

Þetta verður í fimmta sinn sem úthlutað er úr Matvælasjóð, en hlutverk hans er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu.

Sjóðurinn veitir styrki í fjórum flokkum; Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi um allt að þrjár milljónir króna, Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu um allt að 30 m.kr., Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi og leiða af sér afurð, sem er þó ekki tilbúin til markaðssetningar um allt að 30 m.kr. og Fjársjóður styrkir sókn á markaði og hjálpar fyrirtækjum að koma sínum verðmætum á framfæri um allt að 30 m.kr.

Úthlutað var fyrst úr sjóðnum árið 2020, þá hlutu 62 verkefni samtals 480 m.kr. Árið 2021 hlutu 64 verkefni styrki upp á alls 566,6 m.kr. Árið 2022 hlutu 58 verkefni samtals 584,6 m.kr. Í fyrra var úthlutað 577 m. kr. fyrir 53 verkefni.

Umsóknarfrestur er til og með 29. febrúar en tekið er við umsóknum í gegnum afurd.is.

Skylt efni: matvælasjóður

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.