Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Opið fyrir umsóknir
Mynd / Lily Banse, Unsplash
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.

Þetta verður í fimmta sinn sem úthlutað er úr Matvælasjóð, en hlutverk hans er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu.

Sjóðurinn veitir styrki í fjórum flokkum; Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi um allt að þrjár milljónir króna, Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu um allt að 30 m.kr., Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi og leiða af sér afurð, sem er þó ekki tilbúin til markaðssetningar um allt að 30 m.kr. og Fjársjóður styrkir sókn á markaði og hjálpar fyrirtækjum að koma sínum verðmætum á framfæri um allt að 30 m.kr.

Úthlutað var fyrst úr sjóðnum árið 2020, þá hlutu 62 verkefni samtals 480 m.kr. Árið 2021 hlutu 64 verkefni styrki upp á alls 566,6 m.kr. Árið 2022 hlutu 58 verkefni samtals 584,6 m.kr. Í fyrra var úthlutað 577 m. kr. fyrir 53 verkefni.

Umsóknarfrestur er til og með 29. febrúar en tekið er við umsóknum í gegnum afurd.is.

Skylt efni: matvælasjóður

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...