Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Helsingi er einn þeirra ágangsfugla sem skemmir tún og kornakra fyrir bændum.
Helsingi er einn þeirra ágangsfugla sem skemmir tún og kornakra fyrir bændum.
Mynd / Markéta Klimesová
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins veiðitíma dagi enn einu sinni uppi.

Flutningsmaður þingsályktunartillögu á yfirstandandi þingi, um leyfi til veiða á álft, grágæs, heiðagæs og helsingja utan hefðbundins veiðitíma, er ekki bjartsýnn á framgang málsins. Tillaga þessa efnis er nú flutt í sjötta sinn.

„Málin fá venjulega eina umræðu og inn í nefnd þar sem þau daga uppi,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson (F), fyrsti flutningsmaður tillögunnar.

Bændur hafa ítrekað kallað eftir að leyft verði að veiða ágangsfugla á túnum og kornökrum utan hefðbundins veiðitímabils. Hefur verið lagt til að heimild verði gefin til tímabundinna og skilyrtra veiða fuglanna á tilteknum tímabilum, en þeir valda iðulega miklu tjóni á túnum og kornökrum. Sama máli gegnir um aðra þingsályktunartillögu Þórarins á þingmálaskrá, um þjóðarátak í landgræðslu og skógrækt sem endurflutt er að efni til í fimmta sinn.

„Ég á ekki von á öðru en að málin fari sömu leið og undangengin þing,“ segir hann.

Skylt efni: Helsingi

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.