Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Helsingi er einn þeirra ágangsfugla sem skemmir tún og kornakra fyrir bændum.
Helsingi er einn þeirra ágangsfugla sem skemmir tún og kornakra fyrir bændum.
Mynd / Markéta Klimesová
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins veiðitíma dagi enn einu sinni uppi.

Flutningsmaður þingsályktunartillögu á yfirstandandi þingi, um leyfi til veiða á álft, grágæs, heiðagæs og helsingja utan hefðbundins veiðitíma, er ekki bjartsýnn á framgang málsins. Tillaga þessa efnis er nú flutt í sjötta sinn.

„Málin fá venjulega eina umræðu og inn í nefnd þar sem þau daga uppi,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson (F), fyrsti flutningsmaður tillögunnar.

Bændur hafa ítrekað kallað eftir að leyft verði að veiða ágangsfugla á túnum og kornökrum utan hefðbundins veiðitímabils. Hefur verið lagt til að heimild verði gefin til tímabundinna og skilyrtra veiða fuglanna á tilteknum tímabilum, en þeir valda iðulega miklu tjóni á túnum og kornökrum. Sama máli gegnir um aðra þingsályktunartillögu Þórarins á þingmálaskrá, um þjóðarátak í landgræðslu og skógrækt sem endurflutt er að efni til í fimmta sinn.

„Ég á ekki von á öðru en að málin fari sömu leið og undangengin þing,“ segir hann.

Skylt efni: Helsingi

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...