Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Oddný Steina bíður hér eftir úrslitum atkvæðagreiðslunnar og henni á vinstri hönd er Atli Már Traustason sem hverfur úr stjórn LS.
Oddný Steina bíður hér eftir úrslitum atkvæðagreiðslunnar og henni á vinstri hönd er Atli Már Traustason sem hverfur úr stjórn LS.
Mynd / smh
Fréttir 31. mars 2017

Oddný Steina nýr formaður Landssamtaka sauðfjárbænda

Höfundur: smh
Oddný Steina Valsdóttir, Butru í Fljótshlíð, er nýr formaður Landssamtaka sauðfjárbænda (LS). 
 
Oddný lýsti ein yfir framboði til formennsku eftir að Þórarinn Ingi Pétursson lýsti því yfir að hann gæfi ekki kost á sér áfram í formannsembættið. Þórarinn Ingi var kjörinn formaður árið 2012 og tók þá við af Sindra Sigurgeirssyni. Þórarinn gaf áfram kost á sér sem formaður Markaðsráðs kindakjöts en ný stjórn tekur afstöðu til þess.
 
Allir félagsmenn voru í kjöri til formanns, en Oddný hlaut 44 af 46 greiddum atkvæðum.
Oddný Steina kom ný inn í stjórn LS árið 2012, en var áður í varastjórn. Hún varð varaformaður strax það ár og hefur verið síðan. Hún er fyrsta konan til að gegna formennsku í LS. Varaformaður verður valinn af stjórn LS og sömuleiðis ritari.
 
Tveir nýir í stjórn
 
Ný stjórn var einnig kosin á aðalfundinum. Þar koma nýir inn þeir Gunnar Þórarinsson, Þóroddsstöðum, og Trausti Hjálmarsson, Austurhlíð. Þórhildur Þorsteinsdóttir, Brekku, er endurkjörin en hún var ritari í gömlu stjórninni. Böðvar Baldursson, Ysta-Hvammi, var áfram valinn til stjórnarsetu, en hann sat sem meðstjórnandi í síðustu stjórn. Út úr stjórn fór Atli Már Traustason, Syðri-Hofdölum, og Þórarinn Ingi Pétursson fyrrum formaður.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...