Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Oddný Steina bíður hér eftir úrslitum atkvæðagreiðslunnar og henni á vinstri hönd er Atli Már Traustason sem hverfur úr stjórn LS.
Oddný Steina bíður hér eftir úrslitum atkvæðagreiðslunnar og henni á vinstri hönd er Atli Már Traustason sem hverfur úr stjórn LS.
Mynd / smh
Fréttir 31. mars 2017

Oddný Steina nýr formaður Landssamtaka sauðfjárbænda

Höfundur: smh
Oddný Steina Valsdóttir, Butru í Fljótshlíð, er nýr formaður Landssamtaka sauðfjárbænda (LS). 
 
Oddný lýsti ein yfir framboði til formennsku eftir að Þórarinn Ingi Pétursson lýsti því yfir að hann gæfi ekki kost á sér áfram í formannsembættið. Þórarinn Ingi var kjörinn formaður árið 2012 og tók þá við af Sindra Sigurgeirssyni. Þórarinn gaf áfram kost á sér sem formaður Markaðsráðs kindakjöts en ný stjórn tekur afstöðu til þess.
 
Allir félagsmenn voru í kjöri til formanns, en Oddný hlaut 44 af 46 greiddum atkvæðum.
Oddný Steina kom ný inn í stjórn LS árið 2012, en var áður í varastjórn. Hún varð varaformaður strax það ár og hefur verið síðan. Hún er fyrsta konan til að gegna formennsku í LS. Varaformaður verður valinn af stjórn LS og sömuleiðis ritari.
 
Tveir nýir í stjórn
 
Ný stjórn var einnig kosin á aðalfundinum. Þar koma nýir inn þeir Gunnar Þórarinsson, Þóroddsstöðum, og Trausti Hjálmarsson, Austurhlíð. Þórhildur Þorsteinsdóttir, Brekku, er endurkjörin en hún var ritari í gömlu stjórninni. Böðvar Baldursson, Ysta-Hvammi, var áfram valinn til stjórnarsetu, en hann sat sem meðstjórnandi í síðustu stjórn. Út úr stjórn fór Atli Már Traustason, Syðri-Hofdölum, og Þórarinn Ingi Pétursson fyrrum formaður.
Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...