Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Oddný Steina bíður hér eftir úrslitum atkvæðagreiðslunnar og henni á vinstri hönd er Atli Már Traustason sem hverfur úr stjórn LS.
Oddný Steina bíður hér eftir úrslitum atkvæðagreiðslunnar og henni á vinstri hönd er Atli Már Traustason sem hverfur úr stjórn LS.
Mynd / smh
Fréttir 31. mars 2017

Oddný Steina nýr formaður Landssamtaka sauðfjárbænda

Höfundur: smh
Oddný Steina Valsdóttir, Butru í Fljótshlíð, er nýr formaður Landssamtaka sauðfjárbænda (LS). 
 
Oddný lýsti ein yfir framboði til formennsku eftir að Þórarinn Ingi Pétursson lýsti því yfir að hann gæfi ekki kost á sér áfram í formannsembættið. Þórarinn Ingi var kjörinn formaður árið 2012 og tók þá við af Sindra Sigurgeirssyni. Þórarinn gaf áfram kost á sér sem formaður Markaðsráðs kindakjöts en ný stjórn tekur afstöðu til þess.
 
Allir félagsmenn voru í kjöri til formanns, en Oddný hlaut 44 af 46 greiddum atkvæðum.
Oddný Steina kom ný inn í stjórn LS árið 2012, en var áður í varastjórn. Hún varð varaformaður strax það ár og hefur verið síðan. Hún er fyrsta konan til að gegna formennsku í LS. Varaformaður verður valinn af stjórn LS og sömuleiðis ritari.
 
Tveir nýir í stjórn
 
Ný stjórn var einnig kosin á aðalfundinum. Þar koma nýir inn þeir Gunnar Þórarinsson, Þóroddsstöðum, og Trausti Hjálmarsson, Austurhlíð. Þórhildur Þorsteinsdóttir, Brekku, er endurkjörin en hún var ritari í gömlu stjórninni. Böðvar Baldursson, Ysta-Hvammi, var áfram valinn til stjórnarsetu, en hann sat sem meðstjórnandi í síðustu stjórn. Út úr stjórn fór Atli Már Traustason, Syðri-Hofdölum, og Þórarinn Ingi Pétursson fyrrum formaður.
Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara