Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Farfuglar tínast nú sem óðast til landsins og eru áhyggjur af að þeir geti borið með sér fuglaflensuveirur frá meginlandinu.
Farfuglar tínast nú sem óðast til landsins og eru áhyggjur af að þeir geti borið með sér fuglaflensuveirur frá meginlandinu.
Mynd / sá
Fréttir 14. apríl 2025

Nýtt smit gæti borist

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Dregið hefur talsvert úr tilkynningum til Matvælastofnunar um dauða villta fugla og er það talið sýna að dregið hafi úr fuglainflúensusmiti.

Samkvæmt Matvælastofnun virðist ljóst að fuglainflúensan er ekki úr sögunni hér á landi þar sem enn greinist einstaka fugl með skæða fuglainflúensu.

Þótt dregið hafi úr tilfellum í villtum fuglum er ekki talið rétt að draga úr varnaraðgerðum þar sem farfuglar flykkist til landsins um þessar mundir. Þeir komi frá slóðum þar sem töluvert hefur verið um sýkingar í fuglum. Því er talin nokkuð mikil hætta á að nýjar veirur berist með þeim. Fuglaeigendur þurfa því enn að gæta ýtrustu sóttvarna og fylgjast vel með fuglum sínum.

Lítil stúlka smituð í Mexíkó

Mexíkósk stjórnvöld greindu frá því 4. apríl sl. að fyrsta tilfelli H5N1-fuglaflensu í mönnum þar í landi hefði greinst í þriggja ára gamalli stúlku sem lögð var inn á sjúkrahús alvarlega veik. Gerðist þetta í Durango-fylki í norðvesturhluta Mexíkó. Ekki hefur orðið vart við H5N1-smit á bændabýlum með búfénað en veiran fannst nýlega í villigæsum við stöðuvatn í Durango og nokkru áður í dýrum í dýragarði í sama fylki.

H5N5 í ýmsum dýrum

Frá því í haust, þegar afbrigðið H5N5 greindist fyrst hér á landi, hafa 11 tegundir villtra fugla greinst með sýkingu og tilkynnt hefur verið um 333 dauða fugla og 78 veika fugla af þessum tegundum. Á sama tíma hafa 14 sýni verið tekin úr villtum spendýrum, 11 sýni úr köttum, eitt úr hundi og tvö úr nautgripum. Veiran hefur greinst í þremur köttum, einum ref og einum mink. Þessar tölur og upplýsingar um staðsetningu er hægt að sjá á mælaborði um fuglainflúensu á heimasíðu Matvælastofnunar.

Nýjustu fuglaflensufréttir frá Evrópumiðstöðinni um forvarnir og eftirlit með sjúkdómum (ECDP) eru að frá desember til mars sl. hafi fuglaflensa greinst í 239 húsdýrum og 504 villtum fuglum í 31 landi Evrópu, einkum í Mið-, Vestur- og Suðaustur-Evrópu.

Engar vísbendingar um smit milli manna hafi verið skráðar. Hætta af þeim fuglainflúensuveirum sem nú eru í umferð í Evrópu sé enn talin lítil fyrir almenning, og í meðallagi eða lítil fyrir þá sem meðhöndla sýkt dýr eða eru sökum vinnu sinnar eða annars í menguðu umhverfi.

Skylt efni: fuglaflensa

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f