Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Héðinn Birnir Ásbjörnsson, formaður nýstofnaðra Ferðamála­samtaka Árneshrepps, með dóttur sína Herdísi Kolku í fjallgöngu, en hún verður 5 ára í ágúst.
Héðinn Birnir Ásbjörnsson, formaður nýstofnaðra Ferðamála­samtaka Árneshrepps, með dóttur sína Herdísi Kolku í fjallgöngu, en hún verður 5 ára í ágúst.
Líf og starf 28. maí 2020

Nýstofnuð Ferðamálasamtök Árneshrepps blása til sóknar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Héðinn Birnir Ásbjörnsson, formaður nýstofnaðra Ferðamála­samtaka Árneshrepps, segir að mikill hugur sé í Strandamönnum að halda áfram uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu.

„Ef það er einhvern tíma ástæða til að heimsækja Árneshrepp, þá er það núna,“ segir Héðinn. „Margir hafa látið það sitja á hakanum að ferðast hingað og tími kominn til þess hjá mörgum. Við erum ekki óvön því hér að glíma við mótlæti, því erum við mjög ánægð með að það náðist almenn þátttaka í þessu nýstofnaða hagsmunafélagi okkar. Innan þessa félags eru í raun allir sem tengjast ferðaþjónustu í hreppnum.

Þar kemur einnig að Ung­mennafélagið sem rekur sundlaugina í Krossnesi. Þá kemur hreppurinn að þessu óbeint í gegnum kaffihúsið, Kaffi Norðurfjörð, sem Sara Jónasdóttir rekur. Ekki má heldur gleyma Verzlunarfjelagi Árneshrepps í Norðurfirði sem er framtak heimamanna og velunnara hreppsins. Sá rekstur var settur í gang í júní á síðastliðnu sumri, þannig að þetta er annað rekstrarsumarið. Fólk þarf því ekki endilega að koma klyfj­að af vistum hingað norður, því hér má fá helstu nauðsynjavörur.“

Blásið til kynningar á Árneshreppi

„Við ætlum okkur að blása til átaksverkefnis sem kynnir Árneshrepp sem vænlegan áningarstað fyrir ferðafólk. Þá erum við að horfa á að kynna fleira en gististaði, því við munum tjalda öllu til hvað varðar afþreyingu og annað. Við erum þar m.a. með eitt flottasta minja- og handverkshús á landinu í Kört í Árnesi og að okkar mati flottustu sundlaug í heimi í Krossnesi. Við ætlum að benda á alla þá kosti sem hér er upp á að bjóða fyrir fjölskyldufólk og aðra sem hyggja á ferðalög um Ísland.

Auðvitað er veðrið þó alltaf stærsta breytan í þessu fyrir íslenska ferðamenn. Þeir eru vanir að fara þangað sem veðrið er gott.“

Vegurinn kom vel undan vetri

Héðinn segir að vegurinn norður Strandir hafi komið ágætlega undan vetri. Þá hafi verið gert talsvert í endurbótum á veginum úr Ingólfsfirði í Ófeigsfjörð sem sé vel fær fjórhjóladrifnum bílum.

„Það er vel ferðarinnar virði að fara í Ófeigsfjörð og kynna sér af eigin raun þetta margumtalaða svæði fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar.“  

Verzlunarfjelag Árneshrepps í Norðurfirði sér nú um rekstur verslunar í gamla Kaupfélagshúsinu á Krossnesi. Þar geta ferðamenn keypt helstu nauðsynjar þegar lagt er í ferð um Árneshrepp á Ströndum. Mynd / HKr.

Ekkert að því að ferðast norður á Strandir með tjald-, felli- og hjólhýsi

„Vegurinn norður Strandir er annars með betra móti og í fyrra var hann mjög fínn nánast allt sumarið, enda mjög þurrt í veðri. Það er ekkert að því að ferðast í Árneshrepp með tjaldvagna, felli- eða hjólhýsi og vel fært öllum bílum.“

Héðinn segir að góð aðstaða sé fyrir tjöld, tjaldvagna, felli- eða hjólhýsi hjá Ferðaþjónustunni  Urðartindi hjá Arinbirni Bern­harðssyni í Norðurfirði. Þá hafi líka verið aðstaða þar rétt hjá, eða við Finnbogastaðaskóla í Norðurfirði, en sú aðstaða verði ekki starfrækt í sumar, enda vart þörf á því. Svo er boðið upp á gistingu á Hótel Djúpavík, einnig er boðið upp á góða svefnpokagistingu hjá Gunnsteini Gíslasyni og Margréti Jónsdóttur á Bergistanga í Norðurfirði. Þá verða Strandferðir með siglingar frá Norðurfirði og norður í Reykjafjörð.

„Það verður því þjónusta á svæðinu sem flestir ættu að geta nýtt sér,“ segir Héðinn Birnir Ásbjörnsson.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...