Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Krakkarnir í leikskólanum aðstoðuðu við fyrstu skóflustunguna.
Krakkarnir í leikskólanum aðstoðuðu við fyrstu skóflustunguna.
Mynd / Aðsend
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samrekinn leik- og grunnskóli ásamt frístund.

Skólastarf var flutt frá grunnskólanum að Dalbraut árið 2022 vegna myglu í húsnæði og hefur síðan farið fram í Gamla skóla, Muggsstofu og Skrímslasetrinu.

Ákveðið var í kjölfarið að reisa skyldi nýjan Bíldudalsskóla á lóð við íþróttamiðstöðina Byltu, sem nýta mætti á marga vegu og þjóna samfélaginu á Bíldudal. Vonir standa til að húsnæðið verði tilbúið fyrir skólastarf haustið 2025. Í skólanum eru 27 nemendur sem búa allir á Bíldudal og starfsmenn eru 10.

„Það er mikil tilhlökkun með nýja skólann okkar. Það verður einnig spennandi að hafa leikskólann og grunnskólann í sama húsnæði því það á eftir að byggja upp lærdómssamfélagið, sem við höfum verið að vinna að síðustu ár og setja betri tengingu á milli skólastiga,“ segir Lilja Rut Rúnarsdóttir skólastjóri.

Skylt efni: Bíldudalur

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...