Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Krakkarnir í leikskólanum aðstoðuðu við fyrstu skóflustunguna.
Krakkarnir í leikskólanum aðstoðuðu við fyrstu skóflustunguna.
Mynd / Aðsend
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samrekinn leik- og grunnskóli ásamt frístund.

Skólastarf var flutt frá grunnskólanum að Dalbraut árið 2022 vegna myglu í húsnæði og hefur síðan farið fram í Gamla skóla, Muggsstofu og Skrímslasetrinu.

Ákveðið var í kjölfarið að reisa skyldi nýjan Bíldudalsskóla á lóð við íþróttamiðstöðina Byltu, sem nýta mætti á marga vegu og þjóna samfélaginu á Bíldudal. Vonir standa til að húsnæðið verði tilbúið fyrir skólastarf haustið 2025. Í skólanum eru 27 nemendur sem búa allir á Bíldudal og starfsmenn eru 10.

„Það er mikil tilhlökkun með nýja skólann okkar. Það verður einnig spennandi að hafa leikskólann og grunnskólann í sama húsnæði því það á eftir að byggja upp lærdómssamfélagið, sem við höfum verið að vinna að síðustu ár og setja betri tengingu á milli skólastiga,“ segir Lilja Rut Rúnarsdóttir skólastjóri.

Skylt efni: Bíldudalur

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.