Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýr sveppur af Rhizopogon-ættkvísl fannst nýlega í Eyjafirði.
Nýr sveppur af Rhizopogon-ættkvísl fannst nýlega í Eyjafirði.
Mynd / Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki verið skráður áður hér á landi.

Sveppurinn fannst í Nausta­borgum við Akureyri og vex á mel þar sem tré hafa verið gróður­sett. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúru­ fræðistofnun, hefur greint sveppinn og virðist hann nýr landnemi á Íslandi. Er hann líkur trufflusvepp í útliti, gulbrúnn, óreglulega kúlu­laga og vex hálfgrafinn í jörð. Sveppurinn er ekki ætur.

Rhizopogonsveppir eru algengir erlendis, einkum nálægt furum og eru taldir gegna mikilvægu hlutverki í vistfræði barrskóga.

Sveppurinn er m.a. settur í sérstakar blöndur til að mynda svepparætur á ungum trjáplöntum. Rhizopogon­tegundir hafa verið notaðar við endurheimt skóga í kjölfar rasks af náttúrulegum eða manna völdum og eru taldar gegna mikilvægu hlutverki við að auðvelda jarðvegsbindingu kolefnis í sveppaskógum. 

Greint var frá fundinum í Facebook­hóp Guðríðar Gyðu: Funga Íslands­sveppir ætir eður ei.

Skylt efni: Sveppir

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...