Nýr forstöðumaður byggingarsviðs
Límtré-Vírnet ehf. hefur ráðið Gísla Símonarson sem forstöðumann byggingarsviðs. Hann tekur við af Sigurði Guðjónssyni, sem lét af störfum 1. maí eftir 39 ára starf hjá fyrirtækinu.
Gísli er tæknifræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur unnið hjá Límtré Vírnet síðan 2013. Fyrst sem hönnuður í byggingardeild þar sem hann sinnti bæði límtrésog einingahönnun. Síðar við sölu á límtré og steinullareiningum. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.
Gísli segist taka við góðu búi og að Límtré-Vírnet hafi skapað sér sérstöðu í byggingariðnaðinum. Hlutur límtrés sem byggingarefnis fari vaxandi, enda umhverfisvænn og hagkvæmur kostur. Hann segir fyrirtækið vinna að stóraukinni framleiðslugetu á límtré á Flúðum með endurnýjun tækjabúnaðar.