Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs, og Guðmundur Ármann Böðvarsson, framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf., við undirritun samningsins.
Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs, og Guðmundur Ármann Böðvarsson, framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf., við undirritun samningsins.
Fréttir 15. júlí 2021

Ný vinnsluhola fyrir heitt vatn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nýverið var undirritaður samn­ingur milli Sveitarfél­agsins Skagafjarðar og Ræktunar­sam­bands Flóa og Skeiða ehf. um borun eftir heitu vatni í Varma­hlíð. Samið var um borun vinnsluholu á heitu vatni við Reykjarhól og er áætlað að borað verði á allt að 700 metra dýpi. Áætlaður kostnaður er um 50 milljónir króna. Jarðborinn Trölli hefur nú þegar hafið borun og gengur verkið samkvæmt áætlun, en verklok eru áætluð í lok ágúst næstkomandi samkvæmt verksamningi.

Tilraunaholur gáfu jákvæða niðurstöðu

Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, segir á vefsíðu Sveitarfélagsins Skaga­fjarðar að mikil vinna hafi verið í kortlagningu á svæðinu undanfarið og voru tilraunaholur boraðar síðasta sumar sem gáfu jákvæðar niðurstöður. „Niðurstöður úr tilraunaholum síðasta sumar voru mjög góðar og standa vonir til að þessi framkvæmd sem farið er í núna auki afhendingaröryggi á heitu vatni fyrir íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar.“

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...