Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ný tilgáta um myndun jarðvegs
Fréttir 29. desember 2015

Ný tilgáta um myndun jarðvegs

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 2015 var tileinkað jarðvegi og nú þegar það er senn á enda er vert að kynna lítillega nýja og áhugaverða kenningu um upprunalega myndun hans.

Stjörnufræðingar og jarðvísindamenn áætla að jörðin sé um 4,54 milljarða ára gömul en jarðvegur kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en fyrir um 450 milljón árum.

Fram til þessa hefur tilkoma jarðvegs verið skýrð með því að vatn hafi á milljónum ára veðrað berg og smám saman breytt því í jarðveg. Ný tilgáta varpar aftur á móti fram þeirri hugmynd að myndun jarðvega hefjist þegar plöntur flytjast úr hafinu og skjóta rótum á landi.

Með tilkomu plantna á landi hófu þær að binda gríðarlegt magn koltvísýrings úr andrúmslofti í jarðveg. Bindingin olli kólnun andrúmsloftsins og myndun jökla sem muldu berg mun hraðar en vatnið áður. Lífrænar leifar lífvera blönduðust síðan berginu og úr varð lífrænn jarðvegur.

Rætur plantna áttu síðan stóran þátt í að mynda árfarvegi og mótun landslags með því að beina vatni í ákveðinn farveg í gegnum rótarganga og með jarðvegsbindingu.

Útkoman var sú að lífið á jörðinni dafnaði sem aldrei fyrr, dýrum fjölgaði og fjölbreytni lífvera margfaldaðist. Síðustu áratugi hefur þessi þróun verið að snúast við og í dag er svo komið að tæplega 40% af fyrsta flokks gróður- og ræktarlandi hefur glatast vegna uppblásturs eða jarðvegsmengunar.

Er ekki kominn tími til að veita jarðveginum á jörðinni meiri athygli, vernda og endurheimta hann og tryggja þannig að lífið verði fjölbreytilegra og fallegra?

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...