Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ný tilgáta um myndun jarðvegs
Fréttir 29. desember 2015

Ný tilgáta um myndun jarðvegs

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 2015 var tileinkað jarðvegi og nú þegar það er senn á enda er vert að kynna lítillega nýja og áhugaverða kenningu um upprunalega myndun hans.

Stjörnufræðingar og jarðvísindamenn áætla að jörðin sé um 4,54 milljarða ára gömul en jarðvegur kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en fyrir um 450 milljón árum.

Fram til þessa hefur tilkoma jarðvegs verið skýrð með því að vatn hafi á milljónum ára veðrað berg og smám saman breytt því í jarðveg. Ný tilgáta varpar aftur á móti fram þeirri hugmynd að myndun jarðvega hefjist þegar plöntur flytjast úr hafinu og skjóta rótum á landi.

Með tilkomu plantna á landi hófu þær að binda gríðarlegt magn koltvísýrings úr andrúmslofti í jarðveg. Bindingin olli kólnun andrúmsloftsins og myndun jökla sem muldu berg mun hraðar en vatnið áður. Lífrænar leifar lífvera blönduðust síðan berginu og úr varð lífrænn jarðvegur.

Rætur plantna áttu síðan stóran þátt í að mynda árfarvegi og mótun landslags með því að beina vatni í ákveðinn farveg í gegnum rótarganga og með jarðvegsbindingu.

Útkoman var sú að lífið á jörðinni dafnaði sem aldrei fyrr, dýrum fjölgaði og fjölbreytni lífvera margfaldaðist. Síðustu áratugi hefur þessi þróun verið að snúast við og í dag er svo komið að tæplega 40% af fyrsta flokks gróður- og ræktarlandi hefur glatast vegna uppblásturs eða jarðvegsmengunar.

Er ekki kominn tími til að veita jarðveginum á jörðinni meiri athygli, vernda og endurheimta hann og tryggja þannig að lífið verði fjölbreytilegra og fallegra?

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...