Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ný tilgáta um myndun jarðvegs
Fréttir 29. desember 2015

Ný tilgáta um myndun jarðvegs

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 2015 var tileinkað jarðvegi og nú þegar það er senn á enda er vert að kynna lítillega nýja og áhugaverða kenningu um upprunalega myndun hans.

Stjörnufræðingar og jarðvísindamenn áætla að jörðin sé um 4,54 milljarða ára gömul en jarðvegur kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en fyrir um 450 milljón árum.

Fram til þessa hefur tilkoma jarðvegs verið skýrð með því að vatn hafi á milljónum ára veðrað berg og smám saman breytt því í jarðveg. Ný tilgáta varpar aftur á móti fram þeirri hugmynd að myndun jarðvega hefjist þegar plöntur flytjast úr hafinu og skjóta rótum á landi.

Með tilkomu plantna á landi hófu þær að binda gríðarlegt magn koltvísýrings úr andrúmslofti í jarðveg. Bindingin olli kólnun andrúmsloftsins og myndun jökla sem muldu berg mun hraðar en vatnið áður. Lífrænar leifar lífvera blönduðust síðan berginu og úr varð lífrænn jarðvegur.

Rætur plantna áttu síðan stóran þátt í að mynda árfarvegi og mótun landslags með því að beina vatni í ákveðinn farveg í gegnum rótarganga og með jarðvegsbindingu.

Útkoman var sú að lífið á jörðinni dafnaði sem aldrei fyrr, dýrum fjölgaði og fjölbreytni lífvera margfaldaðist. Síðustu áratugi hefur þessi þróun verið að snúast við og í dag er svo komið að tæplega 40% af fyrsta flokks gróður- og ræktarlandi hefur glatast vegna uppblásturs eða jarðvegsmengunar.

Er ekki kominn tími til að veita jarðveginum á jörðinni meiri athygli, vernda og endurheimta hann og tryggja þannig að lífið verði fjölbreytilegra og fallegra?

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...