Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Með kynbótum er stefnt að því að gras verði auðmeltara og dragi þannig úr losun metans.
Með kynbótum er stefnt að því að gras verði auðmeltara og dragi þannig úr losun metans.
Mynd / dlf.com
Fréttir 31. ágúst 2022

Nýjar áskoranir í plöntukynbótum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Danska fyrirtækið DLF er sjöundi stærsti framleiðandi fræja í heimi og leiðandi á sviði fóðurjurta og grasfræja fyrir grasflatir og íþróttavelli.

Auk þess sem fyrirtækið stundar víðtækar rannsóknir og kynbætur á grasi, smára, alfalfa, rófum og kartöflum.

Kjarnastarfsemin DLF liggur í framleiðslu á fræi fóðurjurta- og grasfræja fyrir grasflatir og íþróttavelli en á undanförnum árum lagt aukna áherslu á rannsóknir til að tryggja betri auðlindanýtingu og uppskeruöryggi mat- og fóðurjurta.

Kynbætur og sjálfbærni

Í fyrirlestri Truels Damsgaard, forstjóra DFL, á alþjóðaráðstefnu landbúnaðarblaðamanna fyrr í sumar fjallaði hann um fræframleiðslu og kynbætur til að auk sjálfbærni í ræktun nytjaplantna.

Damsgaard sagði meðal annars að áherslur í starfsemi DFL væru að breytast vegna hraðra loftslagsbreytinga og að í fyrirsjáanlegri framtíð mundi þörf fyrir „öðruvísi“ nytjaplöntur aukast.

Kynbætur hjá DFL í dag miðast því við að tryggja góða uppskeru og á sama tíma að gera nytjaplöntur þolnari fyrir þurrki, hæfari til að nýta næringarefni betur og auka þol þeirra fyrir sjúkdómum og afætum.

„Þegar litið er til þeirra loftslagsáskorana sem mannkynið stendur frammi fyrir þá eru þær nýjar og nánast áður óþekktar áskoranir á sviði jurtakynbóta. Vegna þess er nauðsyn nýrrar hugsunar og nýsköpunar á þessu sviði mjög mikilvæg. Starfið fram undan snýst því í grundvallaratriðum um að setja okkur ný markmið í ræktun en á sama tíma megum við ekki missa sjónar á mikilvægi framleiðslunnar.

Að okkar mati enn mjög mikilvægt að viðskiptavinit okkar fái fræ sem skila góðri og aukinni framleiðslu.“

Að sögn Damsgaard mun DFL í framtíðinni leggja aukna áherslu á að finna lausnir sem mæta sjónarmiðum loftslags- og umhverfisverndar.

Belgjurtir, kál og fóðurgrös henta vel til kynbóta

Ræktunarland í heiminum er sífellt að dragast saman og því nauðsynlegt að nýta það betur með því að auka uppskeru á flataeiningu.

Damsgaard sagði að ræktun fóðurgrasa, kál- og belgjurta gæfi yfirleitt vel af sér og plönturnar henta vel til kynbóta og að fóðurframleiðsla úr þeim væri mikilvæg til að ná árangri í loftslags- og umhverfismálum.

Skiptiræktun á belgjurtum, grasi og rófum dregur úr útskolun næringarefna úr jarðvegi með því að nýting þeirra verður betri. Belgjurtir vaxa í sambýli við niturbindandi bakteríur og það dregur úr þörfinni fyrir tilbúinn áburð.

Belgjurtir eins og alfalfa framleiða mikinn lífmassa og mikið prótein og á sama tíma binda plönturnar mikinn koltvísýring í jarðvegi og auknar rannsóknir á þeim mikilvægar í framtíðinni.

Hjá DFL eru í gangi kynbætur sem stefna að því að framleiða fræ fóðurgrasa sem þola betur þurrka og þurfa minna vatn og að grasið verði auðmeltara og dragi þannig úr losun metans.

Rannsóknir sýna að 30% aukning í rótarvexti og dýpri rætur auka þurrkþol grasa um allt að 30% og á sama tíma eykst vöxturinn og uppskeran.

Rannsóknir á rótarvexti

Til að auka þurrkþol og betri nýtingu næringarefna í jarðvegi hafa rannsóknir á rótum og rótarvexti plantna verið auknar. Rannsóknir sýna að 30% aukning í rótarvexti og dýpri rætur auka þurrkþol grasa um allt að 30% og á sama tíma eykst vöxturinn og uppskeran.

Rannsóknir og kynbætur DFL stefna einnig að því að kalla fram aukin rótarvöxt á þeim tímum sem þurrkar eru mestir á þeim stað sem ræktunin á sér stað.

Samvinnufélag í eigu bænda

DLF var stofnað fyrir 150 árum sem samvinnufélag af dönskum bændum. Á síðustu þremur áratugum hefur fyrirtækið þróast frá því að vera danskt grasfræfyrirtæki yfir í að vera alþjóðlegt fræfyrirtæki með 20.000 starfsmenn í tuttugu löndum í Evrópu, Eyjaálfu og Suður-Ameríku og Norður-Ameríku.

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...