Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fyrirtækið Norðursigling hefur, í samstarfi við fleiri aðila, þróað einstakan og umhverfisvænan rafbúnað sem knýr skonnortuna Opal.
Fyrirtækið Norðursigling hefur, í samstarfi við fleiri aðila, þróað einstakan og umhverfisvænan rafbúnað sem knýr skonnortuna Opal.
Fréttir 21. desember 2015

Norðursigling tilnefnd til stærstu umhverfisverðlauna Evrópu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Norðursigling hefur verið tilnefnd til stærstu umhverfis- og viðskiptaverðlauna Evrópu, GreenTec Awards, í flokki ferðamála.
 
Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar, segir í frétt á heimasíðu félagsins að það sé mikill heiður fyrir félagið og viðurkenning á þeirri umhverfisvænu vegferð sem það hafi markað sér. 
Norðursigling er fyrsta hvalaskoðunarfyrirtækið í heiminum sem býður upp á hvalaskoðunarsiglingar án þess að jarðefnaeldsneyti sé notað en fyrirtækið hefur, í samstarfi við fleiri aðila, þróað einstakan og umhverfisvænan rafbúnað sem knýr skonnortuna Opal. Tilnefningin vekur, að sögn Guðbjarts, athygli á Íslandi sem umhverfisvænum áfangastað. 
 
Netkosning er nú hafin um hver þeirra tíu aðila, sem tilnefndir eru í hverjum flokki, lendir í einu af efstu þremur sætunum en dómnefnd velur síðar sigurvegarann úr þeim hópi. Verðlaunin eru veitt í sextán flokkum og er Norðursigling tilnefnd í flokknum „Ferðalög“ (e.Travel). Norðursiglingarmenn biðla til landsmanna um að leggja sér lið með því að taka þátt í netkosningunni, en hún fer fram á vefslóðinni;  www.greentec-awards.com og er öllum frjálst að taka þátt.
 
Nýsköpun Norðursiglingar þykir einstök og hefur vakið athygli víða um heim. Hlaut fyrirtækið nýverið silfurverðlaun World Responsible Tourism Awards 2015 á World Travel Market (WTM) í London sem er ein stærsta ferðasýning í heiminum. Þetta var jafnframt í fyrsta skiptið sem íslenskt fyrirtæki hefur verið tilnefnt til verðlaunanna. 
 
Norðursigling hefur einnig hlotið verðlaun og viðurkenningar hérlendis en fyrirtækið hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu í annað sinn nú í ár og var valið fyrirtæki ársins af ferðaþjónustuaðilum á Norðurlandi í haust.
Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi
Fréttir 27. febrúar 2024

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi

Deildarfundur garðyrkjubænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar ...

Fjölbreytt verkefni
Fréttir 27. febrúar 2024

Fjölbreytt verkefni

Margþættar umræður sköpuðust á deildarfundi hrossabænda. Stofnverndarsjóður, hro...

Hugað að nýrri afurðastöð
Fréttir 27. febrúar 2024

Hugað að nýrri afurðastöð

Sláturfélag Suðurlands (SS) undirbýr nú uppbyggingu á nýrri afurðastöð fyrirtæki...

Ákall um meiri stuðning
Fréttir 27. febrúar 2024

Ákall um meiri stuðning

Deildarfundur geitfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar. ...

Óberon besta nautið
Fréttir 26. febrúar 2024

Óberon besta nautið

Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum hlaut nafnbótina besta naut fætt árið ...