Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fyrirtækið Norðursigling hefur, í samstarfi við fleiri aðila, þróað einstakan og umhverfisvænan rafbúnað sem knýr skonnortuna Opal.
Fyrirtækið Norðursigling hefur, í samstarfi við fleiri aðila, þróað einstakan og umhverfisvænan rafbúnað sem knýr skonnortuna Opal.
Fréttir 21. desember 2015

Norðursigling tilnefnd til stærstu umhverfisverðlauna Evrópu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Norðursigling hefur verið tilnefnd til stærstu umhverfis- og viðskiptaverðlauna Evrópu, GreenTec Awards, í flokki ferðamála.
 
Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar, segir í frétt á heimasíðu félagsins að það sé mikill heiður fyrir félagið og viðurkenning á þeirri umhverfisvænu vegferð sem það hafi markað sér. 
Norðursigling er fyrsta hvalaskoðunarfyrirtækið í heiminum sem býður upp á hvalaskoðunarsiglingar án þess að jarðefnaeldsneyti sé notað en fyrirtækið hefur, í samstarfi við fleiri aðila, þróað einstakan og umhverfisvænan rafbúnað sem knýr skonnortuna Opal. Tilnefningin vekur, að sögn Guðbjarts, athygli á Íslandi sem umhverfisvænum áfangastað. 
 
Netkosning er nú hafin um hver þeirra tíu aðila, sem tilnefndir eru í hverjum flokki, lendir í einu af efstu þremur sætunum en dómnefnd velur síðar sigurvegarann úr þeim hópi. Verðlaunin eru veitt í sextán flokkum og er Norðursigling tilnefnd í flokknum „Ferðalög“ (e.Travel). Norðursiglingarmenn biðla til landsmanna um að leggja sér lið með því að taka þátt í netkosningunni, en hún fer fram á vefslóðinni;  www.greentec-awards.com og er öllum frjálst að taka þátt.
 
Nýsköpun Norðursiglingar þykir einstök og hefur vakið athygli víða um heim. Hlaut fyrirtækið nýverið silfurverðlaun World Responsible Tourism Awards 2015 á World Travel Market (WTM) í London sem er ein stærsta ferðasýning í heiminum. Þetta var jafnframt í fyrsta skiptið sem íslenskt fyrirtæki hefur verið tilnefnt til verðlaunanna. 
 
Norðursigling hefur einnig hlotið verðlaun og viðurkenningar hérlendis en fyrirtækið hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu í annað sinn nú í ár og var valið fyrirtæki ársins af ferðaþjónustuaðilum á Norðurlandi í haust.
Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...