Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fyrirtækið Norðursigling hefur, í samstarfi við fleiri aðila, þróað einstakan og umhverfisvænan rafbúnað sem knýr skonnortuna Opal.
Fyrirtækið Norðursigling hefur, í samstarfi við fleiri aðila, þróað einstakan og umhverfisvænan rafbúnað sem knýr skonnortuna Opal.
Fréttir 21. desember 2015

Norðursigling tilnefnd til stærstu umhverfisverðlauna Evrópu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Norðursigling hefur verið tilnefnd til stærstu umhverfis- og viðskiptaverðlauna Evrópu, GreenTec Awards, í flokki ferðamála.
 
Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar, segir í frétt á heimasíðu félagsins að það sé mikill heiður fyrir félagið og viðurkenning á þeirri umhverfisvænu vegferð sem það hafi markað sér. 
Norðursigling er fyrsta hvalaskoðunarfyrirtækið í heiminum sem býður upp á hvalaskoðunarsiglingar án þess að jarðefnaeldsneyti sé notað en fyrirtækið hefur, í samstarfi við fleiri aðila, þróað einstakan og umhverfisvænan rafbúnað sem knýr skonnortuna Opal. Tilnefningin vekur, að sögn Guðbjarts, athygli á Íslandi sem umhverfisvænum áfangastað. 
 
Netkosning er nú hafin um hver þeirra tíu aðila, sem tilnefndir eru í hverjum flokki, lendir í einu af efstu þremur sætunum en dómnefnd velur síðar sigurvegarann úr þeim hópi. Verðlaunin eru veitt í sextán flokkum og er Norðursigling tilnefnd í flokknum „Ferðalög“ (e.Travel). Norðursiglingarmenn biðla til landsmanna um að leggja sér lið með því að taka þátt í netkosningunni, en hún fer fram á vefslóðinni;  www.greentec-awards.com og er öllum frjálst að taka þátt.
 
Nýsköpun Norðursiglingar þykir einstök og hefur vakið athygli víða um heim. Hlaut fyrirtækið nýverið silfurverðlaun World Responsible Tourism Awards 2015 á World Travel Market (WTM) í London sem er ein stærsta ferðasýning í heiminum. Þetta var jafnframt í fyrsta skiptið sem íslenskt fyrirtæki hefur verið tilnefnt til verðlaunanna. 
 
Norðursigling hefur einnig hlotið verðlaun og viðurkenningar hérlendis en fyrirtækið hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu í annað sinn nú í ár og var valið fyrirtæki ársins af ferðaþjónustuaðilum á Norðurlandi í haust.
Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...