Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gor úr vömbum sauðfjár getur hentað vel til uppgræðslu lands.
Gor úr vömbum sauðfjár getur hentað vel til uppgræðslu lands.
Mynd / HKr.
Fréttir 17. september 2020

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að veita Norðlenska (sem nú er hluti af Búsæld ehf.) heimild til að losa gor á landi innan afgirts svæðis á Ærvíkurhöfða, en það hefur verið leigt út til uppgræðslu skógar á vegum Kolviðs. Tekið er sérstaklega fram að með gor sé átt við skilgreiningu hugtaksins á þá vegu að um „innihald meltingarvegar“ sé að ræða.

Norðlenska átti í viðræðum við sveitarfélagið um að leitað yrði leiða til að nýta gor og blóð sem til fellur í sláturtíð til uppgræðslu í landi sveitarfélagsins. Sveitarfélagið leitaði álits Heilbrigðiseftirlits og Matvælastofnunar á mögulegri dreifingu efnanna á Ærvíkurhöfða, innan girðingar sem girðir nú af land sem leigt hefur verið Kolviði til uppgræðslu skógar.

Taka þarf tillit til smithættu

Um dreifingu gors, sem er innihald meltingarvegar, eru settar sömu kröfur og fyrir húsdýraáburð og má sem slíkt nota innihald meltingarvegar á landi án vinnslu. Öðru máli gegnir um blóðið þar sem taka þarf tillit til smitáhættu af því og dreifingu þess þar sem slátrað er í umræddu sláturhúsi frá riðusvæðum og þar sem Ærvíkurhöfði er í nálægð við sauðfjárbúskap, byggð og árvegi er umrætt hólf á höfðanum því ekki talið heppilegt til dreifingar á blóði. Í framhaldi af því óskaði Norðlenska eftir því að fá heimild til að bera innihald meltingarvega sauðfjár (gor) til uppgræðslu innan girðingarinnar í samráði við Kolvið, en að blóðvatn fari í fráveitukerfi Norðurþings á Húsavík.

Þrír fyrirvarar

Á fundi sveitarstjórnar lagði Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fram tillögu sem samþykkt var samhljóða. Settir voru þrír fyrirvarar við heimildina, sá fyrsti að framkvæmd losunar fari ekki fram nema í samráði við forsvarsmenn Kolviðs og starfsmenn sveitarfélagsins. Þá var heimildin tímabundin til eins árs og í þriðja lagi að ef reynsla af því að bera efnið á landsvæðið veldur umtalsverðu ónæði vegna aukins ágangs fugla á svæðinu þá verði heimildin tekin til endurskoðunar í skipulags- og framkvæmdaráði eins skjótt og verða má.

Sveitarstjórn fól sveitarstjóra að tryggja að óháður aðili hafi eftirlit með framkvæmdinni og áhrifum hennar á nánasta umhverfi. Niðurstöður verði lagðar fram á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs eftir því sem framkvæmd tilraunarinnar vindur fram.

Skylt efni: Norðlenska | gor | Landgræðsla

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...