Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gor úr vömbum sauðfjár getur hentað vel til uppgræðslu lands.
Gor úr vömbum sauðfjár getur hentað vel til uppgræðslu lands.
Mynd / HKr.
Fréttir 17. september 2020

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að veita Norðlenska (sem nú er hluti af Búsæld ehf.) heimild til að losa gor á landi innan afgirts svæðis á Ærvíkurhöfða, en það hefur verið leigt út til uppgræðslu skógar á vegum Kolviðs. Tekið er sérstaklega fram að með gor sé átt við skilgreiningu hugtaksins á þá vegu að um „innihald meltingarvegar“ sé að ræða.

Norðlenska átti í viðræðum við sveitarfélagið um að leitað yrði leiða til að nýta gor og blóð sem til fellur í sláturtíð til uppgræðslu í landi sveitarfélagsins. Sveitarfélagið leitaði álits Heilbrigðiseftirlits og Matvælastofnunar á mögulegri dreifingu efnanna á Ærvíkurhöfða, innan girðingar sem girðir nú af land sem leigt hefur verið Kolviði til uppgræðslu skógar.

Taka þarf tillit til smithættu

Um dreifingu gors, sem er innihald meltingarvegar, eru settar sömu kröfur og fyrir húsdýraáburð og má sem slíkt nota innihald meltingarvegar á landi án vinnslu. Öðru máli gegnir um blóðið þar sem taka þarf tillit til smitáhættu af því og dreifingu þess þar sem slátrað er í umræddu sláturhúsi frá riðusvæðum og þar sem Ærvíkurhöfði er í nálægð við sauðfjárbúskap, byggð og árvegi er umrætt hólf á höfðanum því ekki talið heppilegt til dreifingar á blóði. Í framhaldi af því óskaði Norðlenska eftir því að fá heimild til að bera innihald meltingarvega sauðfjár (gor) til uppgræðslu innan girðingarinnar í samráði við Kolvið, en að blóðvatn fari í fráveitukerfi Norðurþings á Húsavík.

Þrír fyrirvarar

Á fundi sveitarstjórnar lagði Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fram tillögu sem samþykkt var samhljóða. Settir voru þrír fyrirvarar við heimildina, sá fyrsti að framkvæmd losunar fari ekki fram nema í samráði við forsvarsmenn Kolviðs og starfsmenn sveitarfélagsins. Þá var heimildin tímabundin til eins árs og í þriðja lagi að ef reynsla af því að bera efnið á landsvæðið veldur umtalsverðu ónæði vegna aukins ágangs fugla á svæðinu þá verði heimildin tekin til endurskoðunar í skipulags- og framkvæmdaráði eins skjótt og verða má.

Sveitarstjórn fól sveitarstjóra að tryggja að óháður aðili hafi eftirlit með framkvæmdinni og áhrifum hennar á nánasta umhverfi. Niðurstöður verði lagðar fram á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs eftir því sem framkvæmd tilraunarinnar vindur fram.

Skylt efni: Norðlenska | gor | Landgræðsla

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...