Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Bændurnir á Syðra-Holti.
Bændurnir á Syðra-Holti.
Fréttir 14. júní 2024

Nokkrir bændur meðal styrkhafa

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælaráðherra úthlutaði tæpum 500 milljónum króna úr Matvælasjóði þann 5. júní til 46 verkefna.

Elínborg Erla Ágeirsdóttir í Breiðargerði.

Þetta var fimmta árið sem Matvælasjóður úthlutar fjármagni sem styrkja á þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Alls bárust 198 umsóknir og var sótt um rúmlega þrjá milljarða króna. Matvælasjóður skiptist í fjóra styrkflokka.

Bára styður verkefni á hugmyndastigi með styrk að hámarki 3 milljónum króna og hlutu 22 verkefni slíkan styrk og heildarupphæð styrkflokksins var tæpar 63 milljónir kr. Meðal styrkhafa er Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, garðyrkjubóndi í Breiðargerði í Skagafirði og formaður VOR – félags um lífræna ræktun og framleiðslu, sem hlaut tvo styrki fyrir verkefni sem fjalla um vallhumal annars vegar og lífrænt vottaða matvælavinnslu hins vegar. Stefanía Hjördís Leifsdóttir fékk styrk fyrir verkefni um notkun geitamysu, Móðir Jörð ehf. fékk styrk fyrir verkefni sem fjallar um bygg, Surova ehf. mun skoða íslenskan saffran og Aðalsteinn Kornelíus Gunnarsson fékk styrk fyrir verkefni sem heitir „Djúptækni til verndunar kornakra á Íslandi“.

Pálmi Jónsson og María Eymundsdóttir á Huldulandi.

Styrkflokkurinn Kelda styður rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu sem stuðla að nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu. Ellefu verkefni hlutu styrki og var heildarupphæð þeirra tæpar 214 milljónir króna. Meðal styrkþega eru Hafrannsóknastofnun, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Isea ehf., Landbúnaðarháskóli Íslands, Matís og Tilraunastöð HÍ í meinafræði. Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi og á að nota til að móta og þróa afurð með hráefnum sem tengjast matvælaframleiðslu.

Níu verkefni hlutu styrk og var heildarupphæð þeirra um 154 milljónir króna.

Meðal styrkþega eru bændurnir á Syðra-Holti í Svarfaðardal sem ætla að þróa lífræna sauðaosta, María Eymundsdóttir, bóndi á Huldulandi í Skagafirði, fyrir ræktun burnirótar í Aeroponic og hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fyrir vöruþróun á vörum úr hvítlauk.

Þau síðastnefndu fengu einnig styrk úr flokknum Fjársjóður, sem styður markaðsinnviði og markaðssókn afurða. Fjögur verkefni hlutu styrk úr flokknum og var heildarupphæð þeirra tæpar 60 milljónir króna.

Saltverk fékk styrk fyrir áframhaldandi uppbyggingu á sölu og markaðssetningu á vörum fyrirtækisins á Bandaríkjamarkaði
og Responsible Foods ehf. ætlar einnig að herja á þann markað með íslenskt skyrnasl.

Haft er eftir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra í tilkynningu sem fylgir styrkúthlutuninni að það væri gleðiefni að sjá að úthlutanir dreifðust jafnt á milli kynja og skipting á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar væri í góðu jafnvægi.

Skylt efni: matvælasjóður

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...