Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark mjólkur
Fréttir 2. nóvember 2015

Niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark mjólkur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur þann 1. nóvember 2015  skv. reglugerð nr. 190/2011 með síðari breytingum, hefur komið fram  jafnvægisverð á markaði 175 kr. fyrir hvern lítra mjólkur.

Alls bárust Matvælastofnun 21 tilboð um kaup eða sölu á greiðslumarki.
Fjöldi gildra tilboða um sölu = 19
Fjöldi gildra tilboða um kaup = 1 
Greiðslumark sem boðið var fram = 1.306.169 lítrar.
Greiðslumark sem óskað var eftir = 193.000 lítrar.
Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða = 170.109 lítrar.
Kauphlutfall viðskipta er 88.14 %


Á meðfylgjandi mynd má sjá niðurstöðu tilboðsmarkaðar þann 1. nóvember 2015. Á myndinni er sýnd blá lína framboðs og rauð lína eftirspurnar. Jafnvægisverð sem fram kom á markaðinum reyndist krónur 175 kr./l.

Myndræn framsetning sýnir uppsafnað kaup- og sölumagn við ákveðið verð. Skurðpunktur  línann reynist því aðeins vera niðurstaða á uppboðinu ef ofangreint hlutfall kaup og sölumagns reynist vera jafnt og 1. Sé hlutfallið aftur á móti undir einum þá er skurðpunktur línanna ekki birtingarmynd á jafnvægisverði  né jafnvægismagni.

Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 175,-  kr./l. eða lægra selja nú greiðslumark sitt.

Samanburður við fyrri markað sem haldinn var þann 1. september 2015 sýnir eftirfarandi:

- að framboð er nú 355,5 % miðað við það sem boðið var til sölu á síðasta markaði.

- að eftirspurn eftir greiðslumarki er nú 20,3 % miðað við það sem óskað var eftir á síðasta markaði.

- að verð á greiðslumarki nú er 25 krónum lægra en það var á markaði þann 1. september 2015

Skylt efni: Mjólk | greiðslu

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...