Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark mjólkur
Fréttir 2. nóvember 2015

Niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark mjólkur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur þann 1. nóvember 2015  skv. reglugerð nr. 190/2011 með síðari breytingum, hefur komið fram  jafnvægisverð á markaði 175 kr. fyrir hvern lítra mjólkur.

Alls bárust Matvælastofnun 21 tilboð um kaup eða sölu á greiðslumarki.
Fjöldi gildra tilboða um sölu = 19
Fjöldi gildra tilboða um kaup = 1 
Greiðslumark sem boðið var fram = 1.306.169 lítrar.
Greiðslumark sem óskað var eftir = 193.000 lítrar.
Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða = 170.109 lítrar.
Kauphlutfall viðskipta er 88.14 %


Á meðfylgjandi mynd má sjá niðurstöðu tilboðsmarkaðar þann 1. nóvember 2015. Á myndinni er sýnd blá lína framboðs og rauð lína eftirspurnar. Jafnvægisverð sem fram kom á markaðinum reyndist krónur 175 kr./l.

Myndræn framsetning sýnir uppsafnað kaup- og sölumagn við ákveðið verð. Skurðpunktur  línann reynist því aðeins vera niðurstaða á uppboðinu ef ofangreint hlutfall kaup og sölumagns reynist vera jafnt og 1. Sé hlutfallið aftur á móti undir einum þá er skurðpunktur línanna ekki birtingarmynd á jafnvægisverði  né jafnvægismagni.

Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 175,-  kr./l. eða lægra selja nú greiðslumark sitt.

Samanburður við fyrri markað sem haldinn var þann 1. september 2015 sýnir eftirfarandi:

- að framboð er nú 355,5 % miðað við það sem boðið var til sölu á síðasta markaði.

- að eftirspurn eftir greiðslumarki er nú 20,3 % miðað við það sem óskað var eftir á síðasta markaði.

- að verð á greiðslumarki nú er 25 krónum lægra en það var á markaði þann 1. september 2015

Skylt efni: Mjólk | greiðslu

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...