Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Unnsteinn Hermannsson og fjölskylda hafa í nokkur ár rekið eigin kjötvinnslu í Langholtskoti.
Unnsteinn Hermannsson og fjölskylda hafa í nokkur ár rekið eigin kjötvinnslu í Langholtskoti.
Mynd / smh
Fréttir 8. apríl 2015

Nautakjötsframleiðendur hafa lengi beðið eftir endurnýjun í stofninum

Höfundur: smh
Rétt fyrir páska lagði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fram frumvarp til breytinga á lögum um innflutning á holdanautasæði. Með þeim breytingum verður heimilt að flytja inn ferskt erfðaefni til kynbóta hér á landi – frá og með næsta sumri. 
 
Unnsteinn Hermannsson og hans fjölskylda í Langholtskoti í Hrunamannahreppi, eru í hópi íslenskra nautakjötsframleiðenda sem hafa beðið með nokkurri óþreyju eftir endurnýjun í þeim bústofni sem fyrir er í landinu. Hann segir að það hafi ekki orðið framfarir í stofnunum á Íslandi í tugi ára. Það sé bæði vegna smæðar stofnsins og eins vegna þess skyldleika sem er meðal gripa innan hans. 
 
Einungis „gamalt sæði“ nú í boði
 
Að sögn Unnsteins er nýjasta hreina holdasæðið sem til er í landinu til kynbóta frá árinu 1995 og svo er til sæði úr enn eldri Gallowaygripum sem komu í Hrísey 1985 – en naut var einmitt sótt þangað fyrir Langholtskot árið 2010. „Vegna skyldleikans sem er í landinu hefur engin ræktun átt sér stað af viti til að þróa betri gripi,“ segir Unnsteinn. 
„Með innflutningi á sæði, sem mér skilst að verði Aberdeen Angus-kyn frá Noregi, mun skyldleikaræktun minnka, auk þess sem nýjum gripum fylgir aukinn vaxtarhraði og meiri vöðvamyndun í hverjum grip. Við myndum njóta þess ræktunarstarfs sem hefur verið stundað með þetta kyn og værum í raun að kaupa okkur það í þessu formi. Við framleiðendur höfum lítillega komið að þessari vinnu við nýja löggjöf og það er ekkert leyndarmál að þetta kyn var kannski ekki það sem við helst vildum. Það kemur hins vegar til af því að sjúkdómahættan er kannski minnst með því að flytja inn frá Noregi. Við vildum líka að leyft yrði að flytja inn fósturvísa, því það mun verða okkur erfitt – í það minnsta til að byrja með – að sæða kýrnar þar sem þær eru útigangskýr. Við þurfum væntanlega að byrja á því að reyna að velja úr þægar og viðráðanlegar kýr sem þarf þá að notast við.“
 
Meiri samvinna verður meðal holdanautaræktenda
 
Unnsteinn segir að þegar ræktunarstarf verði komið eitthvað af stað, með nýju erfðaefni, sé líklegt að meiri samvinna verði meðal framleiðenda í landinu. Þó sé tæpast ástæða til að stofna sérstakt samband utan um þessa grein nautgriparæktarinnar. „Landssamband kúabænda (LK) er auðvitað fagsamband nautgriparæktar í landinu – og kjötframleiðsla er nautgriparækt líka þó hún hafi orðið dálítið hornreka í kerfinu. Á síðustu árum hefur LK þó verið að sinna þessum málum og ýta þessu máli áfram. Það verður líka að fara varlega í svona málum og þau taka sinn tíma.“
 
Þrátt fyrir gríðarlega eftirspurn á síðustu árum hér á landi eftir nautakjöti þá hefur ekki verið mikið svigrúm í Langholtskoti til að auka við framleiðsluna að ráði. Unnsteinn segir að til þess að það hefði verið mögulegt hefði hreinlega þurft að kaupa land og fleiri gripi. Núverandi bústofn og rekstur hafi ekki boðið upp á möguleika á mikilli fjölgun; það sé ekki bæði hægt að setja kálfa á og í búðarborðið.
 
Breyttu yfir í kjötframleiðslu í stað þess að endurnýja fjós
 
Í Langholtskoti er rekin farsæl nautakjötframleiðsla og vinnsla. Árið 1980 tók þau Unnsteinn Hermannsson og kona hans, Valdís Magnúsdóttir, við búi í Langholtskoti af foreldrum Unnsteins.  
Í byrjun voru þau aðallega í mjólkurframleiðslu, en einnig með fjárbúskap um tíma. Unnsteinn segir að árið 2006 hafi þau staðið frammi fyrir því að taka ákvörðun um hvort þau myndu byggja nýtt fjós eða hætta mjólkurframleiðslu þar sem gamla fjósið var orðið yfirfullt, auk þess sem þar var slæm vinnuaðstaða. Þau tóku ákvörðun að breyta yfir í kjötframleiðslu til að nýta áfram gömlu byggingarnar, ræktun og vélakost. Haustið 2006 seldu þau kýrnar og framleiðsluréttinn í mjólk og keyptu holdanautahjörð. 

 

 

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...