Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Nám í skapandi sjálfbærni á háskólastig
Mynd / Hallormsstaður
Fréttir 20. maí 2025

Nám í skapandi sjálfbærni á háskólastig

Höfundur: Þröstur Helgason

Námi í skapandi sjálfbærni á Hallormsstað verður frá og með næsta hausti haldið úti í samstarfi við Háskóla Íslands. Nemendur munu innritast í Háskóla Íslands og fá háskólaeiningar fyrir staðnám í skapandi sjálfbærni á Hallormsstað.

Á Hallormsstað hefur frá árinu 2019 verið byggt upp nám í skapandi sjálfbærni þar sem náttúran og samfélagið mynda vettvang náms og nýsköpunar. Í náminu er unnið með staðbundnar auðlindir á sjálfbæran og skapandi hátt.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir skólann leggja mikla áherslu á að starfa í þágu alls landsins og með þessu fyrsta staðbundna háskólanámi á Austurlandi sé stigið nýtt og mikilvægt skref í þeim efnum.

„Það skapar í senn tækifæri fyrir heimafólk og nemendur annars staðar á landinu að nema í því fallega og hvetjandi umhverfi sem finna má á Hallormsstað og í Hallormsstaðaskóla. Sjálfbærni er einn af lykilþáttum í stefnu Háskóla Íslands og með þessu nýja og spennandi námi eru nýttar ólíkar greinar vísinda, lista og handverks til að mennta fólk til að skapa ný tækifæri fyrir íslenskt samfélag í sátt við íslenska náttúru.“

Þegar árstíðirnar kenna

Skapandi sjálfbærni er eins árs, 60 ECTS eininga grunndiplóma á Menntavísindasviði HÍ. Náttúran sjálf gegnir lykilhlutverki í náminu sem sameinar fræðilega þekkingu og verklega færni með áherslu á skapandi nálgun, sjálfbærni og tengingu við samfélag, sögu staðarins og umhverfi. Kennslan skiptist í sex námskeið sem kennd eru í fimm vikna lotum og þróast í takt við árstíðirnar – haustið hefst með söfnun og vinnslu, veturinn dregur fram handverkið og rætur sjálfbærni og vorið leiðir í ljós lausnamiðaða hugsun og skapandi úrvinnslu.

Frá hausti til vors – ferðalag í sex námslotum

Í lýsingu á námsleiðinni segir: „Haustið hefst á námskeiðinu Lifað af landinu, þar sem lögð er áhersla á nytjasöfnun, nýtingu staðbundinna hráefna og siðfræði náttúrunýtingar. Í Skapandi sjálfbærni vinna nemendur að sjálfbærum lausnum og dýpka skilning á hugtökunum sjálfbærni og skapandi hugsun. Haustmisserinu lýkur með námskeiðinu Sjálfbært samfélag þar sem fjallað er um menningararf, handverk og samfélagslega nýsköpun og hvernig fortíð mótar sjálfbærnileiðir nútímans.

Fyrsta námskeið vormisseris er Lausnamiðuð sjálfbærni þar sem nemendur greina áskoranir nútímans og þróa hagnýtar lausnir. Síðan tekur við Skapandi ferli og nýting auðlinda þar sem áhersla er lögð á meðhöndlun og sköpun úr fjölbreyttum auðlindum á sjálfbæran hátt. Námsárinu lýkur á námskeiðinu Arftakar framtíðar sem eflir nemendur í að verða virkir þátttakendur og leiðtogar í mótun sjálfbærrar framtíðar.“

Opið fyrir umsóknir

Opið er fyrir umsóknir á hi.is/hallormsstadur og rennur umsóknarfrestur út 5. júní 2025. 

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...