Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Mótmæla breytingum á tollflokkun osta
Fréttir 21. febrúar 2025

Mótmæla breytingum á tollflokkun osta

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sex hagsmunasamtök á sviði landbúnaðar og matvælaframleiðslu hafa sent fjármála- og efnahagsráðherra bréf þar sem áformum um breytingar á tollflokkun mjólkurafurða er mótmælt.

Í bréfinu segir að gangi áformin eftir munu mjólkurvörur, sem áður báru 30 prósent toll og 798 krónu magntoll, í reynd verða tollfrjálsar við innflutning til landsins. Með breytingunni gæti innflutningur aukist verulega á þessum vörum, innlend framleiðsla minnkað og hundruð milljóna króna á ársgrundvelli færast frá íslenskum bændum til erlendra bænda og fárra innflutningsfyrirtækja.

Sérhagsmunir örfárra heildsala

Telja samtökin sex að breytingarnar geti haft verulega neikvæð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu, samkeppnisstöðu íslenskra bænda og stöðugleika í greininni. Bent er á að stóraukinn innflutningur gæti orðið á slíkum vörum í kjölfar tollalagabreytinga sem áformaðar séu. „Með þessum málatilbúnaði er ekki verið að gæta almannahagsmuna Íslendinga heldur þröngra sérhagsmuna örfárra heildsala sem láta sig rekstrarskilyrði landbúnaðarins, og um leið fæðuöryggi íslenskrar þjóðar, engu varða,“ er haft eftir Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, í fréttatilkynningu.

Ekki skuldbundið að fylgja WCO

Í bréfinu er bent á að íslenska ríkið sé ekki skuldbundið til að fylgja niðurstöðu Alþjóðatollastofnunarinnar (WCO) um þessa tollflokkun, enda hafi íslenskir dómstólar þegar kveðið upp úr með að þessar vörur skuli flokkast sem rifinn ostur. Fullyrðingar um að Ísland hafi verið sett á viðskiptahindranalistann hjá Evrópusambandinu vegna ólögmætrar tollflokkunar séu settar fram með afar villandi hætti.

„Skilgreining ESB á viðskiptahindrunum er pólitískt mótuð að teknu tilliti til hagsmuna þess og hefur ekki lagalega þýðingu gagnvart EES-samningnum. Þá hefur Noregur verið á umræddum lista í yfir 12 ár,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Undir bréfið rita forsvarsmenn Bændasamtaka Íslands, Beint frá býli, Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, Samtaka smáframleiðenda matvæla og Samtaka ungra bænda.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.